World Class hótar lögsókn vegna skoðanakönnunnar 13. apríl 2010 14:23 "Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns." Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti. Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Lögmaður World Class hefur hótað forráðamönnum MMR lögsókn vegna skoðanakönnunnar Þar sem almenningur var m.a. spurður um viðhorf sín til World Class. Í bréfi lögmannsins, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl. segir m.a. að MMR virðist ganga út frá að eigendur World Class hafi fengið skuldir afskrifaðar sem er ekki rétt.Í tilkynningu frá MMR segir að dagana 7. til 12. apríl 2010 framkvæmdi MMR skoðanakönnun meðal almennings þar sem meðal annars var spurt um viðhorf til málefna líkamsræktarstöðvarinnar World Class eins og rætt hefur verið um þau í fjölmiðlum.Tekið skal fram að könnunin var unnin fyrir viðskiptamann MMR og því ekki á færi MMR að birta niðurstöður hennar. Föstudaginn 9. apríl 2010 barst MMR eftirfarandi tölvubréf frá Sigurði G. Guðjónssyni, lögmanni Björns Leifssonar og Hafdísar Jónsdóttur, sem eiga og reka World Class líkamsræktarstöðvar hér á landi:„Skjólstæðingar mínir, Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, sem eiga og reka WorldClass líkamsræktarstöðvar hér á landi hafa fengið upplýsingar um að fyrirtæki þitt sé að gera könnun, þar sem nöfn þeirra og fyrirtækis þeirra er nefnt. Þau hafa ekki óskað eftir því að fyrirtæki þitt gerði könnun fyrir þau persónulega eða fyrirtæki þeirra. Þá virðist fyrirtæki þitt ganga út frá því að umbjóðendur mínir hafi fengið skuldir afskrifaðar. Svo er ekki. Þau urðu hins vegar fyrir miklu tjóni vegna fjárfestinga í Danmörku, sem Straumur‐Burðarás fjárfestingarbanki stýrði.Til að kórnóna skömmina á þeim bæ brá bankinn á það ráð eftir að hafa vanefnt hlutafjárloforð gagnvart umbjóðendum mínum að kaupa þann 1. október 2009 kröfu af Arion banka á hendur fyrirtæki umbjóðenda minna með ábyrgð Björns. Sú krafa var notuð til að knýja fyrirtæki þeirra sem hafði staðið í fjárfestingum með Straumi í Danmörku í þrot.Með vísan til framangreinds er þess hér með krafist fyrir hönd umbjóðenda minna að nöfn þeirra verði tekinn út úr könnun fyrirtækis þíns. Verði það ekki gert og þeim aðdróttunum sem koma fram í könnunni haldið frekar á lofti af fyrirtæki þínu mun leitað atbeina dómsstóla til að fá þann þátt könnunarinnar sem snýr að umbjóðendum mínum dæmdan dauðan og ómerkan.Virðingarfyllst,Sigurður G. Guðjónsson hrl."Í tilkynningunni segir að MMR hefur að undanförnu framkvæmt fjölda kannana meðal almennings sem hafa þaðm að markmiði að mæla viðhorf fólks til þeirra frétta sem fjölmiðlar landsins hafa flutt af efnahagsástandinu. Fjöldi þessara kannana hefur verið gerður að frumkvæði og á kostnað MMR og þá jafnan verið gerð grein fyrir niðurstöðum þeirra í fjölmiðlum. Þannig hefur MMR komið sjónarmiðum almennings á framfæri með viðurkenndum og skipulegum hætti.
Viðskiptafréttir ársins 2010 Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira