Björgvin Þorsteinsson, sexfaldur Íslandsmeistari úr GA, fór um helgina holu í höggi tvo daga í röð á sama vellinum eða Jarðsvelli á Akureyri.
Á föstudaginn sló Björgvin höggið með níu járni á 11. holu og svo aftur í gær rataði kúlan beint ofan í en þá sló hann með sjö járni á 6. holu sem er 166 metra löng. Björgvin hefur tíu sinnum farið holu í höggi.
„Boltinn lenti á flötinni og rúllaði bara beint ofan í holu. Konan mín var með mér og einn annar sem vitni. Sem betur fer voru fleiri vitni af þessu höggi en ég, annars hefði enginn trúað að þetta gæti gerst annan daginn í röð. Þetta var hreint með ólíkindum," segir í lýsingu á heimasíðunni igolf.is
Björgvin fór tvisvar holu í höggi um helgina
Rafnar Orri Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn

Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar
Enski boltinn


Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg
Handbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn


Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni
Enski boltinn



Segir Arnór líta ruddalega vel út
Fótbolti