Litli-Steinn Pawel Bartoszek skrifar 12. febrúar 2010 06:00 Frá tímum styrjaldanna hefur örríkið Liechtenstein grundvallað tilveru sína á afar góðu samstarfi við nágrannaríkið Sviss. Samstarf er kannski ekki rétta orðið. Frekar má segja að Sviss sé eins og stóri bróðir sem fer í ríkið fyrir litlu systur sína sem enn er í menntaskóla. Liechtensteinbúar nota þannig svissneska frankann, Sviss sér um landamæragæslu fyrir örríkið, gætir hagsmuna þess á alþjóðavettvangi og aðstoðar ríkisborgara þess erlendis. Allt þetta er gert á grundvelli tvíhliða samninga milli ríkjanna tveggja. Tvíhliða er einhliðaOrðið „tvíhliða" hefur þennan fallega jákvæða blæ sem auðvelt er að falla fyrir. Það að eitthvað, til dæmis samningur, sé tvíhliða hljómar nefnilega afskaplega vegið, sanngjarnt og jafnt. Tvíhliða samningur þýðir hins vegar ekkert annað en það að samningsaðilar séu tveir, en ekki endilega að framlögum og skyldum sé jafndreift á þeirra herðar, eða að þeir hljóti af samningunum svipaðan ávinning. Í austantjaldsríkjunum voru stundum sagðir brandarar um tvíhliða viðskiptasamninga við Sovétríkin. Þeir voru tvíhliða því leppríkin gáfu Sovétríkjunum hrávörur en Sovétríkin tóku við þeim.Í alþjóðasamskiptum þýðir „tvíhliða" nefnilega gjarnan bara „einhliða". Liechtenstein-búar notar svissneska frankann og Svisslendingar leyfa þeim það. Sviss sér um landamæraeftirlit fyrir Liechtenstein og Liechtenstein lætur Sviss sjá um landamæraeftirlit fyrir sig. Sviss rekur utanríkisstefnu fyrir Liechtenstein og þeim síðarnefndu finnst það fínt. Svona eru nú hliðarnar tvær á þeim málum. Utanríkisstefna sem hvarfUm nokkurra áratuga skeið byggði íslensk utanríkisstefna einmitt á svokölluðum tvíhliða tengslum við Bandaríkin auk virkrar þátttöku í norrænu samstarfi. Nú er áhugi Bandaríkjanna á Íslandi horfinn og hin meintu tvíhliða tengsl þar með. Norðurlandaráð er síðan auðvitað ekki lengur sá vettvangur sem það eitt sinn var enda hefur það í raun fyrir löngu komið því til leiðar sem það ætlaði sér. Þungi pólitískrar orðræðu hefur færst annað.Þegar þessir tveir máttarstólpar íslenskrar utanríkisstefnu hafa í raun horfið er ekki undarlegt að máttur hennar sé sá sem hann er. Það að stofnríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fái ekki afgreidd lán í kjölfar fordæmislauss hruns heils bankakerfis er, verður að segjast, algjör niðurlæging. Sama má segja um kosninguna til öryggisráðsins. Svo ekki sé nú minnst á algera einangrun Íslands í Icesave-deilunni. Staða Íslands á alþjóðavettvangi er veik. Farþegar á norsku skipi?Margir andstæðingar Evrópusambandsaðildar hafa látið sem stuðningsmenn aðildar vilji „loka sig inni í ESB" í stað þess að líta víðar yfir völlinn og mynda bandalög yfir heiminn þveran og endilangan. Eins aðlaðandi og þannig hugmyndir kunna að hljóma þá er það til efs að þess háttar utanríkisstefna, sem í raun gengur út á að vera vinsælasti gaurinn í partíinu, sé raunsæ eða líkleg til árangurs fyrir smáríki á borð við Ísland. Leita verður raunhæfari og hnitmiðaðri lausna.Valkostirnir í utanríkismálunum virðast helst vera tveir. Sá fyrri er að ganga í ríkjabandalag eins og Evrópusambandið. Sá síðari er að hengja sig á fá erlend ríki, þá helst Noreg og ef til vill Danmörku, og láta þau að mestu sjá um hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd. Þessu fylgdi að loka mætti flestum sendiráðum fyrir utan þessi lönd og hugsanlega Bandaríkin. Síðan væri hægt að taka upp norska krónu og útvíkka enn frekar það svokallaða samstarf sem þegar er hafið milli Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar, og felur í raun í sér að Norðmenn aðstoða okkur við eftirlit með okkar eigin landhelgi. Sömuleiðis mætti fylgjast grannt með norskri lagasetningu og sjá þannig til að á Íslandi og í Noregi giltu í raun sömu lög, með einstaka sérúrræðum fyrir Ísland þar sem þeirra væri þörf.Slík lausn þarf að sjálfsögðu ekki að þýða hörmungar fyrir íslenska þjóð. Lífsskilyrði í Liechtenstein og Mónakó eru með þeim bestu í heiminum. Kjósi Ísland að gerast örríki í stað smáríkis getur það því engu síður viðhaldið háum lífsgæðum. En er fullveldið í slíku handriti eitthvað annað en tálsýn, eða í besta falli formlegheit? Þarf ekki fremur undarlega heimssýn til að komast að þeirri niðurstöðu að Mónakó er fullvalda en ekki Frakkland, vegna þess að síðara ríkið er í Evrópusambandinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Frá tímum styrjaldanna hefur örríkið Liechtenstein grundvallað tilveru sína á afar góðu samstarfi við nágrannaríkið Sviss. Samstarf er kannski ekki rétta orðið. Frekar má segja að Sviss sé eins og stóri bróðir sem fer í ríkið fyrir litlu systur sína sem enn er í menntaskóla. Liechtensteinbúar nota þannig svissneska frankann, Sviss sér um landamæragæslu fyrir örríkið, gætir hagsmuna þess á alþjóðavettvangi og aðstoðar ríkisborgara þess erlendis. Allt þetta er gert á grundvelli tvíhliða samninga milli ríkjanna tveggja. Tvíhliða er einhliðaOrðið „tvíhliða" hefur þennan fallega jákvæða blæ sem auðvelt er að falla fyrir. Það að eitthvað, til dæmis samningur, sé tvíhliða hljómar nefnilega afskaplega vegið, sanngjarnt og jafnt. Tvíhliða samningur þýðir hins vegar ekkert annað en það að samningsaðilar séu tveir, en ekki endilega að framlögum og skyldum sé jafndreift á þeirra herðar, eða að þeir hljóti af samningunum svipaðan ávinning. Í austantjaldsríkjunum voru stundum sagðir brandarar um tvíhliða viðskiptasamninga við Sovétríkin. Þeir voru tvíhliða því leppríkin gáfu Sovétríkjunum hrávörur en Sovétríkin tóku við þeim.Í alþjóðasamskiptum þýðir „tvíhliða" nefnilega gjarnan bara „einhliða". Liechtenstein-búar notar svissneska frankann og Svisslendingar leyfa þeim það. Sviss sér um landamæraeftirlit fyrir Liechtenstein og Liechtenstein lætur Sviss sjá um landamæraeftirlit fyrir sig. Sviss rekur utanríkisstefnu fyrir Liechtenstein og þeim síðarnefndu finnst það fínt. Svona eru nú hliðarnar tvær á þeim málum. Utanríkisstefna sem hvarfUm nokkurra áratuga skeið byggði íslensk utanríkisstefna einmitt á svokölluðum tvíhliða tengslum við Bandaríkin auk virkrar þátttöku í norrænu samstarfi. Nú er áhugi Bandaríkjanna á Íslandi horfinn og hin meintu tvíhliða tengsl þar með. Norðurlandaráð er síðan auðvitað ekki lengur sá vettvangur sem það eitt sinn var enda hefur það í raun fyrir löngu komið því til leiðar sem það ætlaði sér. Þungi pólitískrar orðræðu hefur færst annað.Þegar þessir tveir máttarstólpar íslenskrar utanríkisstefnu hafa í raun horfið er ekki undarlegt að máttur hennar sé sá sem hann er. Það að stofnríki Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fái ekki afgreidd lán í kjölfar fordæmislauss hruns heils bankakerfis er, verður að segjast, algjör niðurlæging. Sama má segja um kosninguna til öryggisráðsins. Svo ekki sé nú minnst á algera einangrun Íslands í Icesave-deilunni. Staða Íslands á alþjóðavettvangi er veik. Farþegar á norsku skipi?Margir andstæðingar Evrópusambandsaðildar hafa látið sem stuðningsmenn aðildar vilji „loka sig inni í ESB" í stað þess að líta víðar yfir völlinn og mynda bandalög yfir heiminn þveran og endilangan. Eins aðlaðandi og þannig hugmyndir kunna að hljóma þá er það til efs að þess háttar utanríkisstefna, sem í raun gengur út á að vera vinsælasti gaurinn í partíinu, sé raunsæ eða líkleg til árangurs fyrir smáríki á borð við Ísland. Leita verður raunhæfari og hnitmiðaðri lausna.Valkostirnir í utanríkismálunum virðast helst vera tveir. Sá fyrri er að ganga í ríkjabandalag eins og Evrópusambandið. Sá síðari er að hengja sig á fá erlend ríki, þá helst Noreg og ef til vill Danmörku, og láta þau að mestu sjá um hagsmunagæslu fyrir Íslands hönd. Þessu fylgdi að loka mætti flestum sendiráðum fyrir utan þessi lönd og hugsanlega Bandaríkin. Síðan væri hægt að taka upp norska krónu og útvíkka enn frekar það svokallaða samstarf sem þegar er hafið milli Landhelgisgæslunnar og norsku strandgæslunnar, og felur í raun í sér að Norðmenn aðstoða okkur við eftirlit með okkar eigin landhelgi. Sömuleiðis mætti fylgjast grannt með norskri lagasetningu og sjá þannig til að á Íslandi og í Noregi giltu í raun sömu lög, með einstaka sérúrræðum fyrir Ísland þar sem þeirra væri þörf.Slík lausn þarf að sjálfsögðu ekki að þýða hörmungar fyrir íslenska þjóð. Lífsskilyrði í Liechtenstein og Mónakó eru með þeim bestu í heiminum. Kjósi Ísland að gerast örríki í stað smáríkis getur það því engu síður viðhaldið háum lífsgæðum. En er fullveldið í slíku handriti eitthvað annað en tálsýn, eða í besta falli formlegheit? Þarf ekki fremur undarlega heimssýn til að komast að þeirri niðurstöðu að Mónakó er fullvalda en ekki Frakkland, vegna þess að síðara ríkið er í Evrópusambandinu?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun