Júlía Margrét Alexandersdóttir: Fimmtán mínútur af frægð Júlía Margrét Alexandersdóttir skrifar 15. apríl 2010 06:00 Stóra stundin rann upp í vikunni. Nokkur þúsund síðna skýrsla kom út og skýrði hvernig Ísland datt úr því hlutverki að vera „upprennandi stjarna" og „bjartasta vonin" á heimsvísu í það að mega í besta falli teljast „one hit wonder". Að vísu getum við huggað okkur við það að eiga fleiri slagara en flestir listamenn sem fengu andann yfir sig í eitt skipti og svo búið. Munurinn á okkur og þeim hagleiksmönnum er að enginn ber kala til Los del Ríó sem slógu í gegn árið 1995 með Macarena eða Right Said Fred sem sagðist vera allt of sexí. Þjóðir sem áður dáðust að fallegu konunum og sterku karlmönnunum hrista í besta falli hausinn yfir okkur í dag eða finna þá til mun sterkari einkenna eins og Skotar sem segjast framkalla ofnæmisviðbrögð þegar minnst er á Ísland. Mér sýndist leigubílstjórinn danski sem keyrði mig út á Kastrup hér um árið reyndar líka fá grænar bólur þegar ég sagðist vera frá Íslandi, og það var meira að segja nokkru fyrir hrun. Tilfinningin að vera Íslendingur í dag og til að mynda fyrir nákvæmlega tuttugu árum er mjög ólík því sem var. Við vorum rétt handan við hornið að allur heimurinn sæi hvað við værum frábær. Þannig gat maður flaggað Hólmfríði Karlsdóttur og öllum laglegu vinkonum hennar sem unnu fegurðarsamkeppnir 9. áratugarins fyrir Íslands hönd og ef það var ekki nóg var hægt að hrista vöðvabúntin fram úr erminni. Í Þýskalandi gat maður slegið um sig með að vera Íslendingur þar sem allir þekktu og elskuðu Heklu og náttúruundrin okkar. Já, hrunið skyggir meira að segja á klassísku undrin, eldfjöllin og Íslendingasögurnar. Í dag virðist þetta allt tilheyra fortíðinni. Enginn fellur í stafi, eða setur upp undrunarsvip og spyr hvernig við förum eiginlega að því að vera svona frábær. Sem gefur okkur ekki lengur tækifæri til að segja að það sé vatnið, genin eða harðbýlið í aldanna rás sem gerði okkur svona. Nú er spurt af hverju við séum svona miklir fávitar og hvernig okkur datt þetta eiginlega í hug. Við vörumst að eigna okkur hlutdeild í hruninu með því að benda á mengað vatn, veruleikafirrt gen víkinga eða dreifbýlisminnimáttarkennd. Það eru ekki allir, heldur fáir útvaldir sem eiga sökina. Og orsökin er ekkert tengd fornum gildum okkar Íslendinga - heldur vildu þeir verða eins og gæjarnir í útlöndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Júlía Margrét Alexandersdóttir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun
Stóra stundin rann upp í vikunni. Nokkur þúsund síðna skýrsla kom út og skýrði hvernig Ísland datt úr því hlutverki að vera „upprennandi stjarna" og „bjartasta vonin" á heimsvísu í það að mega í besta falli teljast „one hit wonder". Að vísu getum við huggað okkur við það að eiga fleiri slagara en flestir listamenn sem fengu andann yfir sig í eitt skipti og svo búið. Munurinn á okkur og þeim hagleiksmönnum er að enginn ber kala til Los del Ríó sem slógu í gegn árið 1995 með Macarena eða Right Said Fred sem sagðist vera allt of sexí. Þjóðir sem áður dáðust að fallegu konunum og sterku karlmönnunum hrista í besta falli hausinn yfir okkur í dag eða finna þá til mun sterkari einkenna eins og Skotar sem segjast framkalla ofnæmisviðbrögð þegar minnst er á Ísland. Mér sýndist leigubílstjórinn danski sem keyrði mig út á Kastrup hér um árið reyndar líka fá grænar bólur þegar ég sagðist vera frá Íslandi, og það var meira að segja nokkru fyrir hrun. Tilfinningin að vera Íslendingur í dag og til að mynda fyrir nákvæmlega tuttugu árum er mjög ólík því sem var. Við vorum rétt handan við hornið að allur heimurinn sæi hvað við værum frábær. Þannig gat maður flaggað Hólmfríði Karlsdóttur og öllum laglegu vinkonum hennar sem unnu fegurðarsamkeppnir 9. áratugarins fyrir Íslands hönd og ef það var ekki nóg var hægt að hrista vöðvabúntin fram úr erminni. Í Þýskalandi gat maður slegið um sig með að vera Íslendingur þar sem allir þekktu og elskuðu Heklu og náttúruundrin okkar. Já, hrunið skyggir meira að segja á klassísku undrin, eldfjöllin og Íslendingasögurnar. Í dag virðist þetta allt tilheyra fortíðinni. Enginn fellur í stafi, eða setur upp undrunarsvip og spyr hvernig við förum eiginlega að því að vera svona frábær. Sem gefur okkur ekki lengur tækifæri til að segja að það sé vatnið, genin eða harðbýlið í aldanna rás sem gerði okkur svona. Nú er spurt af hverju við séum svona miklir fávitar og hvernig okkur datt þetta eiginlega í hug. Við vörumst að eigna okkur hlutdeild í hruninu með því að benda á mengað vatn, veruleikafirrt gen víkinga eða dreifbýlisminnimáttarkennd. Það eru ekki allir, heldur fáir útvaldir sem eiga sökina. Og orsökin er ekkert tengd fornum gildum okkar Íslendinga - heldur vildu þeir verða eins og gæjarnir í útlöndum.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun