Plötusnúður í verslunarrekstri 3. desember 2010 16:30 Natalie er ánægð yfir að vera komin í verslunarrekstur en búðin Altari sérhæfir sig í gæðalegum bómullarfatnaði. Fréttablaðið/Stefán "Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
"Okkur langaði að opna búð með venjulegum fötum á góðu verði," segir Natalie Gunnarsdóttir, en hún opnaði nýverið fataverslun ásamt vinkonu sinni, Maríu Birtu, á Laugavegi 51 sem nefnist Altari. Natalie, sem flestir þekkja betur sem Dj Yamaho, ætlaði ekkert að fara í verslunarrekstur en lét til leiðast eftir að María, sem rekur verslunina Maníu, talaði hana til í að gera þetta með sér „Ég byrjaði náttúrulega 18 ára að vinna í Smash og svo fór ég yfir í Spúútnik en þar var ég í mörg ár, svo ég veit alveg hvað ég er að fara út í," segir Natalie en hún hefur gaman af því að hafa stjórn á vöruúrvalinu.Stórar ljósakrónur og viður einkenna útlit verslunarinnar. Fréttablaðið/StefánAltari einbeitir sér að undirstöðuflíkum eins og góðum bolum og peysum sem allir verða að eiga í fataskápnum að hennar sögn. „Ég er persónulega mjög hrifin af merkinu American Apparel en þeir vilja ekki senda til Íslands svo við fundum annað merki sem heitir Alternative Apparel sem býður góða vöru á góðu verði og einbeitir sér að „fair trade" verslunarháttum," segir Natalie en ásamt einföldum bómullarfatnaði frá þessu merki eru stöllurnar með gallabuxnamerkið Trip ásamt skarti, skóm og eru jafnvel að fá ilmandi líkamsolíur í næstu viku. „Við tökum gjarna við ábendingum frá fólki um góð merki sem vert er að skoða. Altari á að vera búð sem allir geta komið í og við ætlum okkar að vera í miðjunni á markaðnum," segir Natalie að lokum en búðina er að finna á Laugavegi 51. - áp
Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fleiri fréttir Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira