Miguel Ángel Jiménez frá Spáni bar sigur úr býtum á Classic Desert golfmótinu í Dubai í dag. Hann mætti Englendingnum Lee Westwood í umspili en báðir enduðu á 11 höggum undir pari.
Jiménez tryggði sér sigurinn á þriðju holu umspilsins en þetta var sextándi sigur hans á Evrópumótaröðinni.