Reykjavík Beirút Brynhildur Björnsdóttir skrifar 15. janúar 2010 06:00 Ég elska flugelda. Mér finnst fátt hátíðlegra en að horfa á ljósblóm springa út í marglitri dýrð, eins og einhver bregði pensli á svartan næturhimin með öllum regnbogans litum, sletti listaverkum út í heiminn sem glitra í kapp við stjörnurnar í smástund og hverfa svo sporlaust og lifa hvergi nema í minningunni. Ég fæ ekki oft að sjá flugelda. Það er einna helst á menningarnótt sem þeir baða næturhimininn birtu sinni, viðeigandi endapunktur hátíðahalda sem marka upphaf haustsins með öllum sínum breytingum og spennandi upphafsreitum. Ég sé ekki flugelda á gamlárskvöld og hef ekki gert í mörg ár. Ég sé rústrautt mengunarský leggjast yfir borgina og fela tunglið, sem á ekki séns í samkeppninni jafnvel þó að það sé fullt. Ég sé eldglæringar inni í þessu skýi, stundum helrauðan bjarma sem ætlar aldrei að slokkna. Það er ekki séns að sjá flugelda fyrir flugeldum á gamlárskvöld. En þó að ég sjái ekki flugeldana heyri ég þeim mun betur í þeim. Gamlárskvöld í Reykjavík lætur eins og besta Beirút eða Bagdad í eyrum, á miðnætti eru sprengjudrunurnar slíkar að gæludýrum er gefið róandi og ekki er nokkur von til að heyra brandarana í skaupinu ef ætlunin er að horfa á það á plúsnum. Og þó að áramótin séu liðin, já og þrettándinn líka, er enn verið að sprengja flugelda. Jafnvel þótt það sé stranglega bannað samkvæmt lögreglusamþykktum að skjóta upp flugeldum milli þrettándans og 28. desember. Um allt land eru flugeldar sem eftir er að skjóta upp og eigendurnir geta gert það klukkan fjögur aðfaranótt næsta miðvikudags ef þeim sýnist. Eða dundað sér við að búa til úr þeim sprengiefni til að ná af sér enn fleiri augum og fingrum. Ég lét mig hafa það að nöldra ekki yfir þessu á meðan björgunarsveitirnar fengu allan arðinn af flugeldasölu á landinu en ef þær ná rétt upp í kostnað vegna samkeppni frá einkaaðilum er mál til komið að hefta ótakmarkað aðgengi að sprengiefni, sama hvað túristum þykir þetta skemmtilegt. Finnum leið til þess að hægt sé að horfa á flugelda á gamlárskvöld í stað þess að heyra bara í þeim og kafna úr mengun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Ég elska flugelda. Mér finnst fátt hátíðlegra en að horfa á ljósblóm springa út í marglitri dýrð, eins og einhver bregði pensli á svartan næturhimin með öllum regnbogans litum, sletti listaverkum út í heiminn sem glitra í kapp við stjörnurnar í smástund og hverfa svo sporlaust og lifa hvergi nema í minningunni. Ég fæ ekki oft að sjá flugelda. Það er einna helst á menningarnótt sem þeir baða næturhimininn birtu sinni, viðeigandi endapunktur hátíðahalda sem marka upphaf haustsins með öllum sínum breytingum og spennandi upphafsreitum. Ég sé ekki flugelda á gamlárskvöld og hef ekki gert í mörg ár. Ég sé rústrautt mengunarský leggjast yfir borgina og fela tunglið, sem á ekki séns í samkeppninni jafnvel þó að það sé fullt. Ég sé eldglæringar inni í þessu skýi, stundum helrauðan bjarma sem ætlar aldrei að slokkna. Það er ekki séns að sjá flugelda fyrir flugeldum á gamlárskvöld. En þó að ég sjái ekki flugeldana heyri ég þeim mun betur í þeim. Gamlárskvöld í Reykjavík lætur eins og besta Beirút eða Bagdad í eyrum, á miðnætti eru sprengjudrunurnar slíkar að gæludýrum er gefið róandi og ekki er nokkur von til að heyra brandarana í skaupinu ef ætlunin er að horfa á það á plúsnum. Og þó að áramótin séu liðin, já og þrettándinn líka, er enn verið að sprengja flugelda. Jafnvel þótt það sé stranglega bannað samkvæmt lögreglusamþykktum að skjóta upp flugeldum milli þrettándans og 28. desember. Um allt land eru flugeldar sem eftir er að skjóta upp og eigendurnir geta gert það klukkan fjögur aðfaranótt næsta miðvikudags ef þeim sýnist. Eða dundað sér við að búa til úr þeim sprengiefni til að ná af sér enn fleiri augum og fingrum. Ég lét mig hafa það að nöldra ekki yfir þessu á meðan björgunarsveitirnar fengu allan arðinn af flugeldasölu á landinu en ef þær ná rétt upp í kostnað vegna samkeppni frá einkaaðilum er mál til komið að hefta ótakmarkað aðgengi að sprengiefni, sama hvað túristum þykir þetta skemmtilegt. Finnum leið til þess að hægt sé að horfa á flugelda á gamlárskvöld í stað þess að heyra bara í þeim og kafna úr mengun.