Listi hinna viljugu þjóða 6. apríl 2010 06:00 Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt. Skríður um limlest í drullunni og rykinu og reynir að bjarga sér. En er síðan drepið. Stríð á nefnilega ekkert skylt við hetjumyndir og töff tilsvör. Stríð eru viðbjóður og því fleiri sem átta sig á því, því minni líkur eru á að til stríða komi. Menn geta sagt hvað sem er um nauðsyn stríða og þörfina á að koma þessu frá eða hinum eða breyta stjórnarfyrirkomulagi, eða hvað það er sem réttlætir hagsmunina í það og það skiptið. Stríð eru viðbjóðsleg. Eitt sinn var þetta nokkuð viðurkennd staðreynd. Eftir hrylling síðari heimsstyrjaldarinnar var í það minnsta stór hluti Evrópubúa sannfærður um það. Hafði enda reynt það á eigin skinni. Og vissulega gilti það viðhorf ekki endilega gagnvart þjóðum langt í burtu - okkur hefur yfirleitt þótt í lagi að drepa fólk í öðrum heimshlutum - en meira að segja ofbauð fólki hryllingur Víetnamstríðsins. Fékk enda að sjá myndir af blóðugu, saklausu fólki. Og ekki var viðbjóðurinn í Afganistan skárri. þó kom að því að tæknin varð slík að stríð varð eins og tölvuleikur. Gráir skuggar í nætursjónaukum minntu á óværur í tölvuspilum og dráp þeirra vöktu lítil viðbrögð. Herir heimsins áttuðu sig líka á því að fólk vill ekki sjá blóð á fólki sem er drepið í þess nafni. Það minnkar líkur á að fólk setji nafn sitt við slíkt. Og þá er bara að neita öllu. Enginn saklaus borgari dó. Hafi verið börn þarna var það ekki okkur að kenna að við skutum þau. Þetta voru allt hryðjuverkamenn. og loks kom að því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn leiddu Íslendinga í stríð. Davíð og Halldór gerðu það sem hefði þótt óhugsandi aðeins nokkrum árum fyrr; settu Ísland með á árásarlista. Vissulega tók enginn Íslendingur í gikk, keyrði yfir brunnið lík fréttamanns, eða varpaði sprengjum á börn í bíl. En það var gert í okkar nafni og ábyrgðin því rík. myndbandið sem Wikileaks sýndi í gær um morð Bandaríkjahers á Írökum gera vonandi sitt í að minna okkur á ný hvernig stríð eru. Blóðug, miskunnarlaus og viðbjóðsleg. Kannski við verðum þá ekki með á næsta lista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun
Í gær gat að líta nokkuð sem allt of oft gleymist þegar stríð eru rædd, sérstaklega hér í öryggi Íslands, nefnilega að í þeim deyr fólk. Drepst. Er drepið á hroðalegan hátt. Skríður um limlest í drullunni og rykinu og reynir að bjarga sér. En er síðan drepið. Stríð á nefnilega ekkert skylt við hetjumyndir og töff tilsvör. Stríð eru viðbjóður og því fleiri sem átta sig á því, því minni líkur eru á að til stríða komi. Menn geta sagt hvað sem er um nauðsyn stríða og þörfina á að koma þessu frá eða hinum eða breyta stjórnarfyrirkomulagi, eða hvað það er sem réttlætir hagsmunina í það og það skiptið. Stríð eru viðbjóðsleg. Eitt sinn var þetta nokkuð viðurkennd staðreynd. Eftir hrylling síðari heimsstyrjaldarinnar var í það minnsta stór hluti Evrópubúa sannfærður um það. Hafði enda reynt það á eigin skinni. Og vissulega gilti það viðhorf ekki endilega gagnvart þjóðum langt í burtu - okkur hefur yfirleitt þótt í lagi að drepa fólk í öðrum heimshlutum - en meira að segja ofbauð fólki hryllingur Víetnamstríðsins. Fékk enda að sjá myndir af blóðugu, saklausu fólki. Og ekki var viðbjóðurinn í Afganistan skárri. þó kom að því að tæknin varð slík að stríð varð eins og tölvuleikur. Gráir skuggar í nætursjónaukum minntu á óværur í tölvuspilum og dráp þeirra vöktu lítil viðbrögð. Herir heimsins áttuðu sig líka á því að fólk vill ekki sjá blóð á fólki sem er drepið í þess nafni. Það minnkar líkur á að fólk setji nafn sitt við slíkt. Og þá er bara að neita öllu. Enginn saklaus borgari dó. Hafi verið börn þarna var það ekki okkur að kenna að við skutum þau. Þetta voru allt hryðjuverkamenn. og loks kom að því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn leiddu Íslendinga í stríð. Davíð og Halldór gerðu það sem hefði þótt óhugsandi aðeins nokkrum árum fyrr; settu Ísland með á árásarlista. Vissulega tók enginn Íslendingur í gikk, keyrði yfir brunnið lík fréttamanns, eða varpaði sprengjum á börn í bíl. En það var gert í okkar nafni og ábyrgðin því rík. myndbandið sem Wikileaks sýndi í gær um morð Bandaríkjahers á Írökum gera vonandi sitt í að minna okkur á ný hvernig stríð eru. Blóðug, miskunnarlaus og viðbjóðsleg. Kannski við verðum þá ekki með á næsta lista.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun