Persónulegt markmið Kobayashi að gera engin mistök 2011 24. nóvember 2010 11:39 Kamui Kobayashi á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Japan. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi. Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Japaninn Kamui Kobayashi hjá Sauber telur að hann hafi bætt sig á öllum sviðum hvað Formúlu 1 varðar í ár og segir að ein áhugaverðasta keppni hans hafi verið á heimavelli hans í Japan. Hann náði sjöunda sæti fyrir framan landa sína eftir góðan endasprett. Kobayashi sagði bestu upplifun ársins hafa verið í japanska kappakstrinum, en þá verstu þegar hann féll úr leik í fyrsta hring í Kanada. Kobayashi var að aka heilt keppnistímabil í fyrsta skipti á ferlinum í Formúlu 1. "Það gekk upp og niður hjá okkur á tímabilinu, en í heildina gekk vel. Í upphafi gekk erfiðlega, sem var erfiður tími og erfitt að ná tökum á hlutum þar sem æfingar eru bannaðar á keppnistímabilinu (utan mótshelga). Þrátt fyrir þetta þá vorum við sterkari í lok tímabilsins og liðið stóð sig vel að ná sér á strik og fyrir það er ég þakklátur mönnum hjá liðinu", sagði Kobayashi í frétt á autosport. com. Aðspurður um markmið fyrir næsta ár segir Kobayahsi í sömu frétt. "Mitt persónulega markmið er að gera engin mistök. Hvað liðið varðar vona ég að við verðum á góðum bíl og getum barist um stig reglulegu nótunum, til að bæta stöðuna í meistaramótinu." Í fréttatilkynningu Sauber í dag segist Kobayashi m.a. ætla að funda í Japan í vetrarfríinu, skreppa til Abu Dhabi á opnunarhátið Ferrari World skemmtigarðsins. "Ég ætla líka að vera tvær vikur á Bali og mun líka æfa. Það hjálpar líka hvað líkamann varðar að æfa á meðan keppnistímabilinu stendur og á reglulegan hátt", sagði Kobayashi.
Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira