Formúla 1

Vettel íþróttamaður ársins í Þýskalandi

Sebastian Vettel með verðlaunin fyrir nafnbótina Íþróttamaður ársins í Þýskalandi.
Sebastian Vettel með verðlaunin fyrir nafnbótina Íþróttamaður ársins í Þýskalandi. Mynd: Getty Images/Alex Grimm Bongarts
Þýski Formúlu 1 ökumaðurinn Sebastian Vettel varð hlutskarpastur í kjöri íþróttamanns Þýskalands á dögunum, en kjörið fór fram 19. desember og fékk Vettel því væna jólagjöf frá löndum sínum.

Vettel sem er 23 ára gamall fékk 4.288 stig í kjörinu, en tennisstjarnan Timo Boll fékk 2088 stig og golfarinn Martin Kaymer 1763 stig samkvæmt frétt á yahoo.com.

Sundmaðurinn Paul Biedermann fékk nafnbótina íþróttamaður Þýskalands árið 2009. Íþróttakona ársins í Þýskalandi varð Maria Riesch sem vann tvö Olympíugull á skíðum í Kanada og varð á undan Magdlaneu Neuner, sem keppir í skíða-skotfimi.

Lið ársins í Þýskalandi varð þýska landsliðið í knattspyrnu, sem varð í þriðja sæti í heimsmeistaramóttinu í sumar. Kvennaliðið landsins í knattspyrnu varð í öðru sæti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×