Óseðjandi þrætulyst Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. mars 2010 06:00 Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Það eru í sjálfu sér mikil tíðindi. En höfum hugfast að á morgun verður ekki eingöngu kosið um hvort Íslendingar vilji staðfesta eða fella úr gildi lög númer 1/2010 sem kveða á breytingu á lögum númer 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Nei, á morgun verður líka kosið um annað mál og ef til vill stærra - verndun, varðveislu og viðgang Icesave-umræðunnar. Allt frá hruni hefur Icesave-umræðan verið botnlaus uppspretta frjórra skoðanaskipta og upplýsingar, í máli sem hefur beint kastljósi alþjóðasamfélagsins að okkur og ber hróður okkar um allan heim. Er hægt að meta slíka auðlind til fjárs? Ætlum við virkilega að fórna slíkum verðmætum á altari sáttaumleitana við aðrar þjóðir? Þetta snýst líka um atvinnusköpun. Til eru stjórnmálamenn sem hafa helgað Icesave-umræðunni allan sinn feril á þingi. Með mælsku sinni og rökfestu vökvuðu þeir græðlinga Icesave-umræðunnar, svo hún fengi vaxið og dafnað og varð að þeirri rós í hnappagati íslenskrar umræðuhefðar sem hún nú er. Við þekkjum glampann í augum þessara manna þegar Icesave-ber á góma; það er hugsjónaglampi og hann er ekki falur fyrir nein rök. Um hvað geta þessir menn talað þegar Icesave-hefur verið leitt til lykta? Ætlum við að kasta þeim út á gaddinn og láta þá lifa á fjallagrösum. Þeir sem reka áróður fyrir lausn Icesave-málsins gera lítið úr umræðunni og virðisaukandi áhrif hennar. Þeir benda á að til séu önnur mál sem hægt er að ræða jafn óyfirvegað, með jafn miklum ýkjum, útúrsnúningi og landráðabrigsli. Það má vera, en þau eru ekki mörg. Setjum ekki öll þrætueplin í eina körfu. Fyrir utan fyrningarleiðina, ESB og - ef við erum heppin - einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, er ekki svo margt sem getur klofið þjóðina jafn rækilega í fylkingar og Icesave. Það er mikið í húfi. Við erum að kjósa um verndum og viðgang auðlindar sem hefur nært og haldið okkur uppi í hálft annað ár. Nýlegar rannsóknir sýna að óvíða í heiminum er gremja jafn mikil og á Íslandi. Beislum þessa orku og gerum Icesave-umræðuna sjálfbæra til framtíðar. Nú er lag. Segjum nei. Rífumst meira. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun
Á morgun verða tímamót á Íslandi. Íslendingar ganga til þjóðaratkvæðis í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins. Það eru í sjálfu sér mikil tíðindi. En höfum hugfast að á morgun verður ekki eingöngu kosið um hvort Íslendingar vilji staðfesta eða fella úr gildi lög númer 1/2010 sem kveða á breytingu á lögum númer 96/2009 um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingasjóðs innistæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innistæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Nei, á morgun verður líka kosið um annað mál og ef til vill stærra - verndun, varðveislu og viðgang Icesave-umræðunnar. Allt frá hruni hefur Icesave-umræðan verið botnlaus uppspretta frjórra skoðanaskipta og upplýsingar, í máli sem hefur beint kastljósi alþjóðasamfélagsins að okkur og ber hróður okkar um allan heim. Er hægt að meta slíka auðlind til fjárs? Ætlum við virkilega að fórna slíkum verðmætum á altari sáttaumleitana við aðrar þjóðir? Þetta snýst líka um atvinnusköpun. Til eru stjórnmálamenn sem hafa helgað Icesave-umræðunni allan sinn feril á þingi. Með mælsku sinni og rökfestu vökvuðu þeir græðlinga Icesave-umræðunnar, svo hún fengi vaxið og dafnað og varð að þeirri rós í hnappagati íslenskrar umræðuhefðar sem hún nú er. Við þekkjum glampann í augum þessara manna þegar Icesave-ber á góma; það er hugsjónaglampi og hann er ekki falur fyrir nein rök. Um hvað geta þessir menn talað þegar Icesave-hefur verið leitt til lykta? Ætlum við að kasta þeim út á gaddinn og láta þá lifa á fjallagrösum. Þeir sem reka áróður fyrir lausn Icesave-málsins gera lítið úr umræðunni og virðisaukandi áhrif hennar. Þeir benda á að til séu önnur mál sem hægt er að ræða jafn óyfirvegað, með jafn miklum ýkjum, útúrsnúningi og landráðabrigsli. Það má vera, en þau eru ekki mörg. Setjum ekki öll þrætueplin í eina körfu. Fyrir utan fyrningarleiðina, ESB og - ef við erum heppin - einkavæðingu heilbrigðiskerfisins, er ekki svo margt sem getur klofið þjóðina jafn rækilega í fylkingar og Icesave. Það er mikið í húfi. Við erum að kjósa um verndum og viðgang auðlindar sem hefur nært og haldið okkur uppi í hálft annað ár. Nýlegar rannsóknir sýna að óvíða í heiminum er gremja jafn mikil og á Íslandi. Beislum þessa orku og gerum Icesave-umræðuna sjálfbæra til framtíðar. Nú er lag. Segjum nei. Rífumst meira.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun