Þórunn bjó til nýtt samgöngukerfi 31. maí 2010 10:00 Þórunn Árnadóttir hefur vakið mikla athygli með hönnun sinni undanfarin ár. Fréttablaðið/Stefán Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur hannað nokkuð sérstakan hanska sem nefnist Hitchhike, eða Puttalingurinn. Hanskinn þjónar sem nokkurs konar samskiptatæki milli bílstjóra og ferðalangs og hefur ítalska hönnunartímaritið Abitare meðal annars fjallað um hanskann. Þórunn Árnadóttir útskrifaðist úr hönnunardeild Listaháskóla Íslands árið 2007 og var sama ár valin ein af tíu frambærilegustu unghönnuðum Norðurlanda af hönnunartímaritinu AID. Hún stundar nú meistaranám í vöruhönnun við Royal College of Art í London. Þórunn segist hafa fengið hugmyndina að Puttaling á meðan hún dvaldi í Höfðaborg í Suður Afríku. „Verkefnið varð til út frá rannsókn þar sem við áttum að skoða Suður-Afríska menningu. Ég hafði sérstakan áhuga á að skoða samskiptamáta í landi með ellefu opinber tungumál og sem er samblanda margra þjóða. Ég komst að því að fólkið þar notar alls kyns handamerki til að ná sambandi við strætisvagna- og leigubílstjóra. Fólk notaði táknmálið til að gefa til kynna í hvaða átt það var að fara og bílstjórinn stoppaði ef hann var á sömu leið," útskýrir Þórunn. Hér sést hvernig Puttalingurinn virkar. „Ég ákvað að taka þetta kerfi og uppfæra það þannig að hægt væri að nota það í London. Hér eru almenningsfarartæki alltaf yfirfull af fólki en svo er aðeins ein manneskja í hverjum einkabíl. Með þessu bjó ég í rauninni til nýtt samgöngukerfi byggt á handtáknum þar sem hanskinn er bæði miðinn og stöðvunarskiltið fyrir kerfið. Þetta er svolítið róttæk hugmynd en það var athyglisvert að pæla í hvernig megi laga og bæta samgöngur innan stórborga," segir Þórunn að lokum. Hönnun Þórunnar má skoða á vefsíðunni thorunndesign.com. -sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira