Sýndi fimmtíu flíkur á dag 1. október 2010 14:25 Brynja þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag. Hún sat fyrir á myndum fyrir Urban Outfitters í sumar. Mynd/Anton Brink Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Brynja Jónbjarnardóttir þykir ein efnilegasta fyrirsæta landsins í dag þrátt fyrir ungan aldur. Brynja sat fyrir á myndum fyrir vefverslun tískumerkisins Urban Outfitters í júní, en merkið er afskaplega vinsælt um allan heim. Aðspurð segir Brynja verkefnið hafa verið auðveldara en mörg önnur sem hún hefur tekið að sér. „Þetta var mjög vel skipulagt hjá þeim og þarna var mikið af starfsfólki sem hugsaði vel um mann. Vinnudagurinn var frá 9 til 5 og ég held ég hafi sýnt að meðaltali um fimmtíu flíkur á dag," segir Brynja og bætir við: „Myndatökurnar voru líka frekar auðveldar því ég þurfti lítið að gera nema bara standa þarna og sýna fötin." Brynja hefur starfað sem fyrirsæta í tvö ár og dvaldi meðal annars í London og New York í sumar þar sem hún sinnti fyrirsætustörfum á vegum umboðsskrifstofunnar Next, sem er ein sú stærsta í heiminum í dag. Hún segist hafa gaman af starfinu og gæti vel hugsað sér að leggja það fyrir sig í framtíðinni. „Þetta er eitthvað sem ég mundi vilja láta reyna á í framtíðinni. Þetta hefur gengið mjög vel hingað til og í gegnum starfið fæ ég tækifæri til að ferðast og hitta nýtt og skemmtilegt fólk. Þetta er samt miklu erfiðari vinna en margir halda, dagarnir eru langir og það er mikil pressa á mann að vera góð fyrirmynd. Maður er líka svolítið einn á báti og þarf að geta reddað sér sjálfur á milli staða. Einu sinni þurfti að hitta sjö mismunandi kúnna á sama deginum og þá er maður meira og minna á hlaupum á milli lesta allan daginn." Brynja hóf nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð í haust og segir skrítið að vera í fastri rútínu aftur eftir öll ferðalögin í sumar. Innt eftir því hvaða verkefni henni hafi þótt hvað skemmtilegast að vinna við segir hún eftir stutta umhugsun: „Það var stuttmynd fyrir hönnuðinn Munda. Við vorum uppi á hálendi í heila viku og það var rosalega gaman þrátt fyrir erfiða vinnudaga." - sm
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira