Þráðlaust rafmagn og þrívíddarsjónvarp 3. febrúar 2010 03:45 Björn Gunnar Birgisson. „Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór, en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýninguna sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að kynna „tækni framtíðarinnar“. Með því markverðasta sem fyrir augu bar þótti Birni Gunnari vera hversu langt er komin tækni þar sem tæki notast við „þráðlaust rafmagn“. Tæknin er skyld því sem fólk þekkir í spanhellum nýlegra eldavéla, en í henni felst að lítil borð geta leitt rafmagn yfir í raftæki sem hafa á að skipa búnaði til að taka við því. Þannig kunni hleðslutæki fyrir farsíma að heyra sögunni til ef hægt er að leggja frá sér farsíma á borð, eða mælaborð bílsins, þar sem hann dregur í sig hleðsluna. Rafmagnsflutningurinn er líka nægur til þess að keyra raftæki beint án þess að þau hlaði einhverja rafhlöðu. „Þarna stóð maður og blandaði drykki í stríðum straumi í „blender“ sem ekki þurfti í neina snúru,“ segir Björn Gunnar. „Það virðast lítil takmörk í þessum orkuflutningi og er alveg rosalega spennandi.“ Þá var mikið púður lagt í þrívíddarsjónvörp á sýningunni og nær allir framleiðendur að kynna nýja tækni á því sviði. „Menn spá því að árið 2012 verði nánast helmingur allra sjónvarpstækja þrívíddartæki,“ segir Björn Gunnar. Önnur ný tækni sem er að ryðja sér til rúms eru svo rafbækurnar, en Björn Gunnar segir að Amazon.com hafi selt fleiri slíkar fyrir síðustu jól en hefðbundnar bækur. Hér heima eigi menn í viðræðum við tollinn um hvernig eigi að flokka gripinn. „Þeir vilja tolla þetta með upptökutækjum sem kallar á 35 prósenta vörugjöld og verðleggur þetta beint út af markaðnum,“ segir hann og telur eðlilegra að rafbækurnar fari í sama flokk og aðrar tölvur. „Annars var maður líka mikið að skoða það sem birgir okkar, Lenovo, var að kynna þarna,“ segir Björn og kvað hafa verið skemmtilegt að fyrirtækið hafi fengið verðlaun á sýningunni fyrir að vera með flottustu fartölvurnar. Í nýrri umfjöllun breska dagblaðsins Daily Telegraph kemur fram að í Bretlandi sé ráðgert að sala á þrívíddarsjónvarpstækjum hefjist þegar í apríl á þessu ári. Verð á tækjunum er áætlað að verði tvö til þrjú þúsund pund, eða á milli 400 og 600 þúsund íslenskar krónur. Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
„Sýningin var vel heppnuð og er orðin nokkuð stór, en þarna voru um 120 þúsund manns,“ segir Björn Gunnar Birgisson, yfirvörustjóri PC tölva og íhluta hjá Nýherja. Hann sótti heim CES-raftækjasýninguna sem haldin er í Las Vegas í Bandaríkjunum í janúar ár hvert. Þar keppast framleiðendur um að kynna „tækni framtíðarinnar“. Með því markverðasta sem fyrir augu bar þótti Birni Gunnari vera hversu langt er komin tækni þar sem tæki notast við „þráðlaust rafmagn“. Tæknin er skyld því sem fólk þekkir í spanhellum nýlegra eldavéla, en í henni felst að lítil borð geta leitt rafmagn yfir í raftæki sem hafa á að skipa búnaði til að taka við því. Þannig kunni hleðslutæki fyrir farsíma að heyra sögunni til ef hægt er að leggja frá sér farsíma á borð, eða mælaborð bílsins, þar sem hann dregur í sig hleðsluna. Rafmagnsflutningurinn er líka nægur til þess að keyra raftæki beint án þess að þau hlaði einhverja rafhlöðu. „Þarna stóð maður og blandaði drykki í stríðum straumi í „blender“ sem ekki þurfti í neina snúru,“ segir Björn Gunnar. „Það virðast lítil takmörk í þessum orkuflutningi og er alveg rosalega spennandi.“ Þá var mikið púður lagt í þrívíddarsjónvörp á sýningunni og nær allir framleiðendur að kynna nýja tækni á því sviði. „Menn spá því að árið 2012 verði nánast helmingur allra sjónvarpstækja þrívíddartæki,“ segir Björn Gunnar. Önnur ný tækni sem er að ryðja sér til rúms eru svo rafbækurnar, en Björn Gunnar segir að Amazon.com hafi selt fleiri slíkar fyrir síðustu jól en hefðbundnar bækur. Hér heima eigi menn í viðræðum við tollinn um hvernig eigi að flokka gripinn. „Þeir vilja tolla þetta með upptökutækjum sem kallar á 35 prósenta vörugjöld og verðleggur þetta beint út af markaðnum,“ segir hann og telur eðlilegra að rafbækurnar fari í sama flokk og aðrar tölvur. „Annars var maður líka mikið að skoða það sem birgir okkar, Lenovo, var að kynna þarna,“ segir Björn og kvað hafa verið skemmtilegt að fyrirtækið hafi fengið verðlaun á sýningunni fyrir að vera með flottustu fartölvurnar. Í nýrri umfjöllun breska dagblaðsins Daily Telegraph kemur fram að í Bretlandi sé ráðgert að sala á þrívíddarsjónvarpstækjum hefjist þegar í apríl á þessu ári. Verð á tækjunum er áætlað að verði tvö til þrjú þúsund pund, eða á milli 400 og 600 þúsund íslenskar krónur.
Mest lesið Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Engin hópuppsögn í desember Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Eigendum fjölgar hjá LOGOS Viðskipti innlent „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira