Umfjöllun: Markalaust hjá Íslandi og Mexíkó Hjalti Þór Hreinsson skrifar 24. mars 2010 23:45 Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari. Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson. Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Ísland gerði jafntefli við Mexíkó í vináttulandsleik í Charlotte í Bandaríkjunum í nótt. Hvorugt liðið náði að skora en báðar þjóðir stilltu upp b-liði í leiknum. Íslenska liðið hefði átt að nýta mörg föst leikatriði betur en það gerði í kvöld en þrátt fyrir að vera minna með boltann var það síst lakari aðilinn fyrir framan 70.000 áhorfendur á Bank of America leikvangnum. Íslenska liðið náði nokkrum ágætum sóknum í fyrri hálfleiknum en það fór illa með þau fáu tækifæri sem gáfust. Úrslitasendingar voru ónákvæmar og marki Mexíkóa var ekki mikið ógnað. Að sama skapi var landslið Mexíkó arfadapurt og áhugalaust. Ótrúlegt miðað við menn sem voru að spila upp á að komast á HM í sumar. Valur Fannar átti þó í nokkrum vandræðum í hálfleiknum en vann sig svo vel inn í leikinn. Jón Guðni Fjóluson átti besta færi Íslands á lokamínútunni þegar skot hans úr aukaspyrnu var ágætlega varið. Jón átti fínan leik í vörn Íslands. Besta færi Mexíkó var skalli sem fór rétt framhjá markinu. Eitt það skemmtilegasta við leikinn var sjónarspilið þegar skeleggur áhorfandi hljóp inn á völlinn í upphafi síðari hálfleiks. Hann tók á endanum í höndina á einum leikmanni Mexíkó áður en öryggisvörður tæklaði hann niður. Glæsileg tækling þar á ferð, líklega sú besta og grófasta á Bank of America vellinum í kvöld. Áhorfandinn var svo handjárnaður og leiddur skælbrosandi í burtu. Mexíkóar voru öllu meira með boltann en sem fyrr sköpuðu þeir ekki mikið. Eitt skot þeirra sleikti þverslánna og fór yfir en annars voru færin í besta falli hálffæri, fyrir utan skalla sem Gunnleifur varði í uppbótartíma. Kolbeinn, sem var duglegur að láta finna fyrir sér í seinni hálfleiknum, fékk besta færi Íslands. Skot hans úr erfiðri stöðu fór langt yfir markið. Hann átti einnig skot úr aukaspyrnu af álitlegum stað, einnig langt yfir markið. Íslenska liðið hélt boltanum illa innan liðsins og treysti sem fyrr á hröð upphlaup og föst leikatriði, án árangurs. Gott dæmi um það er þegar Steinþór Freyr átti fínan sprett upp allan völlinn og fékk á endanum aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateiginn. Enn og aftur fór aukaspyrna af álitlegum stað í súginn þegar Bjarni skaut í vegginn. Gunnleifur varði vel í blálok leiksins skalla af stuttu færi en niðurstaðan markalaust jafntefli í hefðbundnum æfingaleik, þar sem enginn vildi meiðast og hraðinn var lítill. Athyglisvert var að Ólafur Jóhannesson notaði aðeins tvær skiptingar í leiknum, báðar rétt fyrir leikslok. Kolbeinn var duglegur í leiknum og Arnór góður. Þá sýndi Steinþór lipra spretti og Gunnleifur var mjög öruggur í markinu.Lið Íslands: Gunnleifur Gunnleifsson; Skúli Jón Friðgeirsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson; Valur Fannar Gíslason, Jón Guðni Fjóluson; Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson; Steinþór Freyr Þorsteinsson (87. Gunnar Örn Jónsson), Jóhann Berg Guðmundsson (83. Atli Guðnason); Kolbeinn Sigþórsson.
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira