Hagstætt viðskiptaumhverfi? Ólafur Stephensen skrifar 8. júlí 2010 06:00 Ísland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuðstöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagning auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í umfjöllun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær. Þetta getur ekki talizt hagstætt viðskiptaumhverfi, sem laðar fjárfesta að landinu og hvetur hreyfanleg þekkingarfyrirtæki, sem í raun geta starfað hvar sem er í heiminum, til að staðsetja starfsemi sína hér. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segist telja hættu á fyrirtækjaflótta raunverulega. Skattalegur aðbúnaður fyrirtækja sé lakari en fyrir hrun og hagkerfið óstöðugt. Lágt gengi krónunnar geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma en sé ekki eftirsóknarvert til lengri tíma, enda þýði lágt gengi léleg lífskjör. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir við Markaðinn að efnahagslífið hafi um langt árabil einkennzt af sveiflum, sem hafi gert stjórnendum fyrirtækja erfitt um vik. Hann hvetur stjórnvöld til að horfa heildstætt á umhverfi fyrirtækjanna. Sé mat stjórnenda fyrirtækja að hag þeirra sé ekki betur borgið á Íslandi en annars staðar, auki það líkurnar á að þau fari. Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP, segir gjaldeyrishöftin erfiðust viðureignar. Hann segist stundum hissa á að fyrirtækið nenni að leggja kraft í að fást við þau. Hann segir að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru muni vonandi róa umhverfið og gera það líkara öðrum löndum, þar sem fyrirtækið starfar; þar sé hægt að ganga að flestu vísu. Forsvarsmenn fyrirtækja, sem nefnt er að mest hætta sé á að hverfi úr landi, til dæmis Össurar, Marel og CCP, hafa talað fyrir því að hér verði tekin upp evra. Hafa þeir sem hvetja til þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka, velt fyrir sér hvaða áhrif sú gjörð hefði á mat þessara fyrirtækja og margra annarra á framtíð sinni hér? Hvaða framtíðarsýn er í boði í staðinn? Til þess að búa til hagstætt viðskiptaumhverfi þarf meðal annars að hafa í huga að sökum smæðar sinnar og fjarlægðar frá helztu mörkuðum verður Ísland í raun að bjóða fyrirtækjum upp á enn hagstæðara skatta- og reglugerðarumhverfi en löndin, sem við erum í mestri samkeppni við. Á þessu virðist núverandi ríkisstjórn hafa lítinn skilning. Viðhorfsbreyting í þeim efnum dugir þó ekki ein og sér. Nothæfur gjaldmiðill er ein forsenda þess að tryggja hér hagstætt viðskiptaumhverfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Ísland er meðal þeirra ríkja OECD, sem leggja mest höft á erlenda fjárfestingu. Íslenzk fyrirtæki í alþjóðlegum rekstri eru í vaxandi mæli farin að horfa til þess að staðsetja höfuðstöðvar sínar annars staðar. Skattabreytingar, til dæmis álagning auðlegðarskatts og skattur á vaxtagreiðslur til erlendra aðila, koma illa við atvinnulífið. Gjaldmiðillinn er ónýtur, sem birtist meðal annars í gjaldeyrishöftum sem flækja verulega starfsemi fyrirtækja. Stjórnvöld virðast atvinnulífinu ekki sérlega vinsamleg og vilji þeirra til að styðja við bakið á því er óljós. Þetta er meðal þess, sem fram kemur í umfjöllun Markaðarins, fylgiblaðs Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, í gær. Þetta getur ekki talizt hagstætt viðskiptaumhverfi, sem laðar fjárfesta að landinu og hvetur hreyfanleg þekkingarfyrirtæki, sem í raun geta starfað hvar sem er í heiminum, til að staðsetja starfsemi sína hér. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segist telja hættu á fyrirtækjaflótta raunverulega. Skattalegur aðbúnaður fyrirtækja sé lakari en fyrir hrun og hagkerfið óstöðugt. Lágt gengi krónunnar geti styrkt samkeppnisstöðu landsins til skamms tíma en sé ekki eftirsóknarvert til lengri tíma, enda þýði lágt gengi léleg lífskjör. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir við Markaðinn að efnahagslífið hafi um langt árabil einkennzt af sveiflum, sem hafi gert stjórnendum fyrirtækja erfitt um vik. Hann hvetur stjórnvöld til að horfa heildstætt á umhverfi fyrirtækjanna. Sé mat stjórnenda fyrirtækja að hag þeirra sé ekki betur borgið á Íslandi en annars staðar, auki það líkurnar á að þau fari. Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP, segir gjaldeyrishöftin erfiðust viðureignar. Hann segist stundum hissa á að fyrirtækið nenni að leggja kraft í að fást við þau. Hann segir að aðild að Evrópusambandinu og upptaka evru muni vonandi róa umhverfið og gera það líkara öðrum löndum, þar sem fyrirtækið starfar; þar sé hægt að ganga að flestu vísu. Forsvarsmenn fyrirtækja, sem nefnt er að mest hætta sé á að hverfi úr landi, til dæmis Össurar, Marel og CCP, hafa talað fyrir því að hér verði tekin upp evra. Hafa þeir sem hvetja til þess að umsókn Íslands um aðild að ESB verði dregin til baka, velt fyrir sér hvaða áhrif sú gjörð hefði á mat þessara fyrirtækja og margra annarra á framtíð sinni hér? Hvaða framtíðarsýn er í boði í staðinn? Til þess að búa til hagstætt viðskiptaumhverfi þarf meðal annars að hafa í huga að sökum smæðar sinnar og fjarlægðar frá helztu mörkuðum verður Ísland í raun að bjóða fyrirtækjum upp á enn hagstæðara skatta- og reglugerðarumhverfi en löndin, sem við erum í mestri samkeppni við. Á þessu virðist núverandi ríkisstjórn hafa lítinn skilning. Viðhorfsbreyting í þeim efnum dugir þó ekki ein og sér. Nothæfur gjaldmiðill er ein forsenda þess að tryggja hér hagstætt viðskiptaumhverfi.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun