„Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney“ Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 14. desember 2010 20:15 Graeme McDowell hefur sigrað á fjórum mótum á þessu ári. Nordic Photos/Getty Images Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá Norður-Íranum Graeme McDowell á undanförnum vikum en hann hefur leikið á atvinnugolfmótum í nokkrum heimsálfum eftir að Ryderkeppninni lauk í byrjun október. McDowell, sem er 31 árs gamall, hefur náð frábærum árangri á þessu ári en hann segir að hann njóti þess að fáir þekki hann úti á götu. „Það þekkir mig enginn þegar ég tek niður derhúfuna, ég er ekki Wayne Rooney," sagði McDowell í viðtali við Daily Mail á dögunum. McDowell sigraði á opna bandaríska meistaramótinu og er hann fyrsti breski kylfingurinn í fjörtíu ár sem nær þeim áfanga. Hann tryggði Evrópu sigurinn gegn Bandaríkjamönnum í Ryderkeppninni í Wales og nýverið vann hann upp fjögurra högg forskot Tiger Woods á lokakeppnisdegi Chevron meistaramótsins í Bandaríkjunum - og er það í fyrsta sinn sem Woods tapar niður slíku forskoti á lokakeppnisdegi á atvinnumóti. Á þessu ári hefur McDowell sigrað á fjórum atvinnumótum og er hann í sjöunda sæti heimslistans. Allar líkur eru á því að hann verði ofarlega í kjöri íþróttamanns ársins hjá BBC og búast margir við því að hann verði efstur í því kjöri.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira