Matteo Manassero nýliði ársins á Evrópumótaröðinni 1. desember 2010 13:45 Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Nordic Photos/Getty Images Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ítalski táningurinn Matteo Manassero er var í gær valinn nýliði ársins á Evrópumótaröðinni í golfi. Manassero er yngsti sigurvegarinn á Evrópumótaröðinni frá upphafi en hann var aðeins 17 ára og 188 daga gamall þegar hann sigraði á Castello meistaramótinu á Spáni í október. „Þessi verðlaun eru mjög sérstök og mikilvæg í mínum huga þar sem kylfingar fá aðeins eitt tækifæri til þess að vinna þessi verðlaun," sagði Manassero en hann endaði í 31. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar en hann vann sér inn um 136 milljónir kr. á keppnistímabilinu. Í apríl skrifaði Manassero einnig nafn sitt í sögubækurnar þegar hann tók þátt á Mastersmótinu á Augusta en hann er yngsti áhugamaðurinn sem keppir á því stórmóti og sá yngsti sem kemst í gegnum niðurskurðinn. Það eru margir þekktir kylfingar sem hafa fengið þessa viðurkenningu á Evrópumótaröðinni og má þar nefna Nick Faldo, Jose Maria Olazabal, Colin Montgomerie og Sergio Garcia.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira