Um það sem er bannað Brynhildur Björnsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 "Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti oní skurð," syngja leikskólabörn og læra þannig hvað má og hvað má ekki í laginu um það sem bannað. Allar þessar reglur eru til vegna þess að þeirra er þörf. Það er almenn kurteisi að pissa ekki bak við hurðir, og það er aldrei að vita hver er ofan í skurðinum eða hvað það er sem skvettist upp úr honum þegar steinninn lendir á yfirborðinu. Önnur bönn úr þessu lagi úreldast hins vegar hratt eftir því sem fólk eldist. Fullt af fullorðnu fólki veður út í sjó sér til heilsubótar oft í viku og les blóm skammarlaust úr blómabeðum í garðinum handa ömmu, sem launar fyrir sig með því að tína orma handa mömmu áður en sú síðarnefnda fer í veiðiferð. Og þá eru ótaldir allir snúðarnir sem úrgrasivaxnir litlir bræður þiggja glaðlega og sjálfráða af fullorðnum eldri systkinum sínum á degi hverjum. Biblían er samsafn margra bóka og meðal margs annars handbók um hvernig best var að lifa af í eyðimörkum og hirðingjasamfélögum fyrir þúsundum ára. Margir nota þessa löngu úreltu handbók til að réttlæta sína eigin fordóma. Þeir segjast trúa því að hún flytji orð Guðs og þeim eigi að hlýða. En orð Guðs eru ekki öll jöfn. Svínakjöt skemmist hratt í steikjandi hita og skemmt svínakjöt getur verið banvænt. Það sama má segja um skelfisk, humar og rækjur. Þess vegna bannar Biblían neyslu á þessum matvörum. Fáir þeirra sem nota hana til að réttlæta skoðanir sínar neita sér um rækjusalat eða skinkusamloku milli predikana. Þeir hinir sömu eru reyndar merkilega oft sléttrakaðir, jafnvel þó að þriðja Mósebók leggi blátt bann við slíku. Fyrir þessum einstaklingum eru lögmál Biblíunnar konfektkassi fyrir þá til að velja úr en ekki alvöru boð og bönn. Og það er ekkert hægt að taka mark á þeim, því miður. Reglur eru settar af því að það er þörf fyrir þær. Það er hins vegar engin ástæða til að taka mörg þúsund ára gamlar reglubækur bókstaflega, því auðvitað úreldast þær eftir því sem mannkynið breytist, þróast og þroskast. Og það er engin ástæða til að kippa sér upp við það að einn sléttrakaður kall vilji ekki fara í veislu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun
"Það má ekki pissa bak við hurð og ekki henda grjóti oní skurð," syngja leikskólabörn og læra þannig hvað má og hvað má ekki í laginu um það sem bannað. Allar þessar reglur eru til vegna þess að þeirra er þörf. Það er almenn kurteisi að pissa ekki bak við hurðir, og það er aldrei að vita hver er ofan í skurðinum eða hvað það er sem skvettist upp úr honum þegar steinninn lendir á yfirborðinu. Önnur bönn úr þessu lagi úreldast hins vegar hratt eftir því sem fólk eldist. Fullt af fullorðnu fólki veður út í sjó sér til heilsubótar oft í viku og les blóm skammarlaust úr blómabeðum í garðinum handa ömmu, sem launar fyrir sig með því að tína orma handa mömmu áður en sú síðarnefnda fer í veiðiferð. Og þá eru ótaldir allir snúðarnir sem úrgrasivaxnir litlir bræður þiggja glaðlega og sjálfráða af fullorðnum eldri systkinum sínum á degi hverjum. Biblían er samsafn margra bóka og meðal margs annars handbók um hvernig best var að lifa af í eyðimörkum og hirðingjasamfélögum fyrir þúsundum ára. Margir nota þessa löngu úreltu handbók til að réttlæta sína eigin fordóma. Þeir segjast trúa því að hún flytji orð Guðs og þeim eigi að hlýða. En orð Guðs eru ekki öll jöfn. Svínakjöt skemmist hratt í steikjandi hita og skemmt svínakjöt getur verið banvænt. Það sama má segja um skelfisk, humar og rækjur. Þess vegna bannar Biblían neyslu á þessum matvörum. Fáir þeirra sem nota hana til að réttlæta skoðanir sínar neita sér um rækjusalat eða skinkusamloku milli predikana. Þeir hinir sömu eru reyndar merkilega oft sléttrakaðir, jafnvel þó að þriðja Mósebók leggi blátt bann við slíku. Fyrir þessum einstaklingum eru lögmál Biblíunnar konfektkassi fyrir þá til að velja úr en ekki alvöru boð og bönn. Og það er ekkert hægt að taka mark á þeim, því miður. Reglur eru settar af því að það er þörf fyrir þær. Það er hins vegar engin ástæða til að taka mörg þúsund ára gamlar reglubækur bókstaflega, því auðvitað úreldast þær eftir því sem mannkynið breytist, þróast og þroskast. Og það er engin ástæða til að kippa sér upp við það að einn sléttrakaður kall vilji ekki fara í veislu.