Ríki gegn Wiki Pawel Bartoszek skrifar 17. desember 2010 06:15 Ég dreg það ekki í efa að leynd geti verið af hinu góða. Sumar leyndir er tryggðar með lögum, aðrar með samningum eða hefðum. Fá okkar þyldu það vel að öll okkar samskipti lækju út einn daginn. Sumt þolir dagsljósið illa. Það er því ekki að undra að Bandaríkin séu fúl yfir því að innanhússkjöl úr sendiráðum þeirra hafi lekið út á netið. Já, vel fúl. Það má svosem skilja gremju yfirvalda vestanhafs en lengra á samúð okkar í þeirra garð ekki að ná. Þau eiga ekki að fá að komast upp með það að ráðast á upplýsingaveitur, vefsíður þeirra, stjórnendur og fjárstreymi. Það á heldur ekki að þykja boðlegt að menn gantist með það að þeir sem leki óþægilegum upplýsingum um ríkisstjórnir verði ráðnir af dögum, líkt og nokkrir af þekktari hálfvitum Bandaríkjanna hafa gert. Slíkt er ólíðandi. Fyrsta grein stjórnarskrár Bandaríkjanna tryggir málfrelsi. Ég hef enn ekki fundið neitt í þeirri stjórnarskrá sem tryggir rétt stjórnvalda til að gera hluti leyndó. Það er ekki þar með sagt að ríkjum sé það óheimilt, en það að eitthvað henti ríkisvaldinu betur trompar ekki almenn mannréttindi. Mannréttindi eru marklaus ef þeirra nýtur einungis við þegar þau eru ríkisstjórnum ekki til trafala. Ýmislegt hefur verið reynt að gera til að leggja smáspörð á vogarskálar vonds málstaðar. Allt frá því að leggja áherslu á að skjölin eru klárlega illa fengin og niður í það að tala um persónuvernd þeirra starfsmanna þeirra starfsmanna sem þau sendu frá sér. Aftur, ekkert af þessu toppar málfrelsi og almenn mannréttindi. Mannréttindi tryggja einstaklinga fyrir ofbeldi hins opinbera, ekki öfugt. Mannréttindi vega þyngra en réttur hins opinbera til halda kúlinu. Það er síðan auðvitað ekki nema grátbroslegt þegar að sendiráð og leyniþjónustur fara kvarta undan því einhver hafi hugsanlega náð í leynigögn frá þeim með ólöglegum hætti. Halló, ég hélt að leyniþjónustur og sendiráð gerðu nú varla annað heldur en einmitt það. "Hvað segirðu, Máni minn? Var einhver sem braust inn og stal öllum stolnum geisladiskunum þínum?" Það má ekki láta svona risamál snúast um smálögfræði. Við þurfum að spyrja okkur hvað sé siðferðislega rétt: Að leka óheppilegum upplýsingum um stjórnvöld, eða fangelsa menn fyrir það? Ekki hvað sé löglegt. Ég hygg að flestir pólitískir fangar afpláni dóma fyrir sakir sem eru bæði sannar og réttar. Liu Xiaobo er í fangelsi fyrir að tilraunir til að kollvarpa gildandi samfélagsskipulagi í Kína. Er það ekki nákvæmlega það sem maðurinn er að reyna að gera? Spurningin hlýtur að vera þau lög séu góð, en ekki hvort rétt sé eftir þeim farið. Fram hafa komið hugmyndir um að kæra forsprakka Wikileaks fyrir landráð í Bandaríkjunum, líklegast án þess að menn gerðu sér grein fyrir að Julian Assange væri Ástrali. En það að sakargiftir ráðist af þjóðerni sakbornings en ekki eðli glæpsins sýnir bara hve fáranleg og ógeðug hugmyndin um landráð er. Ég held raunar að ef við tækjum alla þá sem sakaðir hafa verið um landráð fyrr og síðar þá væri glæsilegur hópur hugsuða, frelsishetja og mannréttindafrömuða. Kannski með einstaka alvöruskíthæl inn á milli. Hér talar ekki sérstakur aðdáandi Wikileaks. Ekki verður séð að sendiráðslekinn hafi mikinn annan tilgang er að vera leki leka vegna. Flest í því skeytaflóði sem birt var eru smáskandalar eða hlutir á allra vitorði. Satt að segja koma Bandaríkin vel út samanborið við flesta aðra miðað við efni skeytanna. En ekkert af þessu skiptir nokkru máli. Bandaríkin eru öflugt, frábært ríki og ég er feginn því að þau eru enn sem komið er voldugasta ríki þessa heims. Gildi Bandaríkjanna eru góð og göfug, sem verður ekki endilega sagt um grunngildi annarra stórvelda. Af þessum ástæðum hafa margir vanið sig á að taka upp hanskann fyrir Bandaríkin, líklegast oftar en ástæða er til. En málstaður Bandaríkjanna nú er ekki góður. Það er lítill manndómur fólginn í því að klappa með erlendri ríkisstjórn sem hyggst hundelta þá einstaklinga sem koma henni í bobba. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég dreg það ekki í efa að leynd geti verið af hinu góða. Sumar leyndir er tryggðar með lögum, aðrar með samningum eða hefðum. Fá okkar þyldu það vel að öll okkar samskipti lækju út einn daginn. Sumt þolir dagsljósið illa. Það er því ekki að undra að Bandaríkin séu fúl yfir því að innanhússkjöl úr sendiráðum þeirra hafi lekið út á netið. Já, vel fúl. Það má svosem skilja gremju yfirvalda vestanhafs en lengra á samúð okkar í þeirra garð ekki að ná. Þau eiga ekki að fá að komast upp með það að ráðast á upplýsingaveitur, vefsíður þeirra, stjórnendur og fjárstreymi. Það á heldur ekki að þykja boðlegt að menn gantist með það að þeir sem leki óþægilegum upplýsingum um ríkisstjórnir verði ráðnir af dögum, líkt og nokkrir af þekktari hálfvitum Bandaríkjanna hafa gert. Slíkt er ólíðandi. Fyrsta grein stjórnarskrár Bandaríkjanna tryggir málfrelsi. Ég hef enn ekki fundið neitt í þeirri stjórnarskrá sem tryggir rétt stjórnvalda til að gera hluti leyndó. Það er ekki þar með sagt að ríkjum sé það óheimilt, en það að eitthvað henti ríkisvaldinu betur trompar ekki almenn mannréttindi. Mannréttindi eru marklaus ef þeirra nýtur einungis við þegar þau eru ríkisstjórnum ekki til trafala. Ýmislegt hefur verið reynt að gera til að leggja smáspörð á vogarskálar vonds málstaðar. Allt frá því að leggja áherslu á að skjölin eru klárlega illa fengin og niður í það að tala um persónuvernd þeirra starfsmanna þeirra starfsmanna sem þau sendu frá sér. Aftur, ekkert af þessu toppar málfrelsi og almenn mannréttindi. Mannréttindi tryggja einstaklinga fyrir ofbeldi hins opinbera, ekki öfugt. Mannréttindi vega þyngra en réttur hins opinbera til halda kúlinu. Það er síðan auðvitað ekki nema grátbroslegt þegar að sendiráð og leyniþjónustur fara kvarta undan því einhver hafi hugsanlega náð í leynigögn frá þeim með ólöglegum hætti. Halló, ég hélt að leyniþjónustur og sendiráð gerðu nú varla annað heldur en einmitt það. "Hvað segirðu, Máni minn? Var einhver sem braust inn og stal öllum stolnum geisladiskunum þínum?" Það má ekki láta svona risamál snúast um smálögfræði. Við þurfum að spyrja okkur hvað sé siðferðislega rétt: Að leka óheppilegum upplýsingum um stjórnvöld, eða fangelsa menn fyrir það? Ekki hvað sé löglegt. Ég hygg að flestir pólitískir fangar afpláni dóma fyrir sakir sem eru bæði sannar og réttar. Liu Xiaobo er í fangelsi fyrir að tilraunir til að kollvarpa gildandi samfélagsskipulagi í Kína. Er það ekki nákvæmlega það sem maðurinn er að reyna að gera? Spurningin hlýtur að vera þau lög séu góð, en ekki hvort rétt sé eftir þeim farið. Fram hafa komið hugmyndir um að kæra forsprakka Wikileaks fyrir landráð í Bandaríkjunum, líklegast án þess að menn gerðu sér grein fyrir að Julian Assange væri Ástrali. En það að sakargiftir ráðist af þjóðerni sakbornings en ekki eðli glæpsins sýnir bara hve fáranleg og ógeðug hugmyndin um landráð er. Ég held raunar að ef við tækjum alla þá sem sakaðir hafa verið um landráð fyrr og síðar þá væri glæsilegur hópur hugsuða, frelsishetja og mannréttindafrömuða. Kannski með einstaka alvöruskíthæl inn á milli. Hér talar ekki sérstakur aðdáandi Wikileaks. Ekki verður séð að sendiráðslekinn hafi mikinn annan tilgang er að vera leki leka vegna. Flest í því skeytaflóði sem birt var eru smáskandalar eða hlutir á allra vitorði. Satt að segja koma Bandaríkin vel út samanborið við flesta aðra miðað við efni skeytanna. En ekkert af þessu skiptir nokkru máli. Bandaríkin eru öflugt, frábært ríki og ég er feginn því að þau eru enn sem komið er voldugasta ríki þessa heims. Gildi Bandaríkjanna eru góð og göfug, sem verður ekki endilega sagt um grunngildi annarra stórvelda. Af þessum ástæðum hafa margir vanið sig á að taka upp hanskann fyrir Bandaríkin, líklegast oftar en ástæða er til. En málstaður Bandaríkjanna nú er ekki góður. Það er lítill manndómur fólginn í því að klappa með erlendri ríkisstjórn sem hyggst hundelta þá einstaklinga sem koma henni í bobba.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun