Trúboðar meðal Íslendinga 11. ágúst 2010 00:01 Sumarið lét svo sannarlega á sér kræla aftur um helgina. Haustið er ekki komið enn, þrátt fyrir spár mínar þar að lútandi í síðustu viku á þessum vettvangi og rauðu berin á trjánum fyrir utan stofugluggann minn eða gulu laufblöðin á þeim sömu trjám. Í tilefni þessarar óvæntu sumarendur-komu á sunnudag ákvað ég að njóta hennar. Til að byrja með drakk ég heitan kaffibolla á svölunum og las franska bók. Svo var ákveðið að halda í bæinn og kíkja í Kolaportið. Fataslárnar vöktu þó ekki áhuga eða mikla kauplöngun þannig að Austurvöllur varð næsti viðkomustaður. Eftir að sólin hafði kitlað nefið í stutta stund á Austurvelli varð allt í einu mjög líflegt þar. Fólk í bláum bolum hóf dans og eldri maður kynnti næsta verk á ensku. Orðaskil heyrðust reyndar varla en inn á milli mátti greina orðin alkóhól og fíkniefni, vont, Jesús og trú. Það varð fljótlega ljóst að næsta dansverk fjallaði um þetta. Dansinn dunaði. Þegar honum loks lauk spratt eldri maðurinn aftur upp og kynnti næsta atriði sem var trúboðar í bláum bolum sem hann bað okkur að hlusta á. Okkur vinkonurnar grunaði ekki hvað við ættum í vændum þegar kona í köflóttri úlpu með lítið barn á arminum snýr sér leiftursnöggt að okkur. Hún var svo sannarlega ekki í sýnilegum bláum bol og hafði þangað til virst vera ein okkar Íslendinga á Austurvelli í sunnudagsfríi. Trúboðarnir höfðu sprottið upp eins og gorkúlur. Trúið þið á guð? Hver er guð? Hvar er hann?“ spurði hún okkur strax og þegar tiltölulega fátt varð um svör hélt hún áfram: „Hafið þið lesið Biblíuna? Hún er sko sú bók sem er skrifuð á hvað lengstum tíma og í henni eru engar mótsagnir,“ var meðal þess sem hún fræddi okkur um á meðan sólin skein í hnakkann á okkur í fríinu. Þegar barnið hennar tveggja ára ætlaði að fara að skemmta sér meðal aðdáenda sunnudaga á Austurvelli og hún þurfti að elta það uppi hvíslaði ég að vinkonu að við þyrftum að fara að koma okkur í burtu. Þá vorum við þegar búnar að sitja yfir trúarhugleiðingum í hálftíma. Við gáfum henni tækifæri að klára og hálftíma seinna losnuðum við og forðuðum okkur í burtu og nutum veðurblíðunnar í staðinn við Tjörnina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun
Sumarið lét svo sannarlega á sér kræla aftur um helgina. Haustið er ekki komið enn, þrátt fyrir spár mínar þar að lútandi í síðustu viku á þessum vettvangi og rauðu berin á trjánum fyrir utan stofugluggann minn eða gulu laufblöðin á þeim sömu trjám. Í tilefni þessarar óvæntu sumarendur-komu á sunnudag ákvað ég að njóta hennar. Til að byrja með drakk ég heitan kaffibolla á svölunum og las franska bók. Svo var ákveðið að halda í bæinn og kíkja í Kolaportið. Fataslárnar vöktu þó ekki áhuga eða mikla kauplöngun þannig að Austurvöllur varð næsti viðkomustaður. Eftir að sólin hafði kitlað nefið í stutta stund á Austurvelli varð allt í einu mjög líflegt þar. Fólk í bláum bolum hóf dans og eldri maður kynnti næsta verk á ensku. Orðaskil heyrðust reyndar varla en inn á milli mátti greina orðin alkóhól og fíkniefni, vont, Jesús og trú. Það varð fljótlega ljóst að næsta dansverk fjallaði um þetta. Dansinn dunaði. Þegar honum loks lauk spratt eldri maðurinn aftur upp og kynnti næsta atriði sem var trúboðar í bláum bolum sem hann bað okkur að hlusta á. Okkur vinkonurnar grunaði ekki hvað við ættum í vændum þegar kona í köflóttri úlpu með lítið barn á arminum snýr sér leiftursnöggt að okkur. Hún var svo sannarlega ekki í sýnilegum bláum bol og hafði þangað til virst vera ein okkar Íslendinga á Austurvelli í sunnudagsfríi. Trúboðarnir höfðu sprottið upp eins og gorkúlur. Trúið þið á guð? Hver er guð? Hvar er hann?“ spurði hún okkur strax og þegar tiltölulega fátt varð um svör hélt hún áfram: „Hafið þið lesið Biblíuna? Hún er sko sú bók sem er skrifuð á hvað lengstum tíma og í henni eru engar mótsagnir,“ var meðal þess sem hún fræddi okkur um á meðan sólin skein í hnakkann á okkur í fríinu. Þegar barnið hennar tveggja ára ætlaði að fara að skemmta sér meðal aðdáenda sunnudaga á Austurvelli og hún þurfti að elta það uppi hvíslaði ég að vinkonu að við þyrftum að fara að koma okkur í burtu. Þá vorum við þegar búnar að sitja yfir trúarhugleiðingum í hálftíma. Við gáfum henni tækifæri að klára og hálftíma seinna losnuðum við og forðuðum okkur í burtu og nutum veðurblíðunnar í staðinn við Tjörnina.