Reykingasamfélagið Atli Fannar Bjarkarson skrifar 31. júlí 2010 06:00 Reykingafólk er samfélag innan samfélagsins. Það hópar sig saman í vinnu, til að svala fíkninni í fullkominni einingu. Reykingasamfélagið aðhyllist hugmyndir kommúnisma; allir skulu fá að reykja jafn mikið, ef einhver á ekki sígarettur er honum reddað og treyst til að deila þegar hann er klyfjaður. Loks skrásetja reykingamenn í huganum þá sem aðeins þiggja án þess að deila með samfélaginu. Hugsjónin er falleg, en eins og kommúnisminn neyðist reykingasamfélagið til að glíma við ógnarafl sem er að ganga af því dauðu: Fjöldann. Fjöldinn vinnur að því að gera líf reykingafólks bæði óbærilegra og kostnaðarsamara. Tilgangurinn hlýtur að vera algjör útrýming og það gengur sæmilega. Vígin falla nefnilega eitt af öðru og eftir að forræðishyggjuliðið fattaði að Þorgrímur Þráinsson gerir það sama fyrir tóbaksforvarnir og Sóley Tómasdóttir fyrir réttindabaráttu kvenna hefur kyndilberum tóbaksframleiðenda fækkað ört. Einu sinni voru til dæmis öskubakkar á hverju heimili. Í dag krossleggur reykingafólk fingurna og óskar þess að það séu svalir þar sem það drekkur bjór á laugardögum. Einu sinni mátti reykja í flugvélum. Það má ekki í dag og tilhugsunin er svo yfirgengilega viðbjóðsleg að virkustu skæruliðar reykingasamfélags myndu hugsa sig tvisvar um yrði það leyft á ný. Flugferðir eru nógu ömurleg lífsreynsla - sérstaklega fyrir þá sem eru ekki með gráðu í vélaverkfræði og/eða eru hærri en 180 sentimetrar. Ef það mætti reykja í þessum sjálfsvígshólkum myndi ég kyssa utanlandsferðir bless - sem væri eins og að sleikja öskubakka, ef mark er takandi á antí-reykingaáróðri tíunda áratugarins. Styttra er síðan það mátti reykja inni á skemmtistöðum. Þegar reykingabannið var fyrst rætt var eins og ragnarök skemmtanalífs Íslands væru yfirvofandi. Allir sem einn áttu skemmtistaðir og barir að fara lóðbeint á hausinn og reykingasamfélagið átti ekki orð yfir fasisma stjórnvalda. Það er enn þá fullt af skemmtistöðum á Íslandi, þannig að vælið var í besta falli hystería. Hugsanlega í nikótínfráhvörfum. Reykingafólk má reyndar eiga að það er einlægt í tillitsleysi sínu gagnvart öðru fólki. Það einfaldlega skilur ekki að fylgifnykurinn þeirra stígur upp úr ímynduðum glerhúsunum - enda er það löngu búið að mölva allar rúðurnar í baráttunni fyrir ömurlegum málstað sínum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Neyð Róhingja Sigurjón Örn Stefánsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun
Reykingafólk er samfélag innan samfélagsins. Það hópar sig saman í vinnu, til að svala fíkninni í fullkominni einingu. Reykingasamfélagið aðhyllist hugmyndir kommúnisma; allir skulu fá að reykja jafn mikið, ef einhver á ekki sígarettur er honum reddað og treyst til að deila þegar hann er klyfjaður. Loks skrásetja reykingamenn í huganum þá sem aðeins þiggja án þess að deila með samfélaginu. Hugsjónin er falleg, en eins og kommúnisminn neyðist reykingasamfélagið til að glíma við ógnarafl sem er að ganga af því dauðu: Fjöldann. Fjöldinn vinnur að því að gera líf reykingafólks bæði óbærilegra og kostnaðarsamara. Tilgangurinn hlýtur að vera algjör útrýming og það gengur sæmilega. Vígin falla nefnilega eitt af öðru og eftir að forræðishyggjuliðið fattaði að Þorgrímur Þráinsson gerir það sama fyrir tóbaksforvarnir og Sóley Tómasdóttir fyrir réttindabaráttu kvenna hefur kyndilberum tóbaksframleiðenda fækkað ört. Einu sinni voru til dæmis öskubakkar á hverju heimili. Í dag krossleggur reykingafólk fingurna og óskar þess að það séu svalir þar sem það drekkur bjór á laugardögum. Einu sinni mátti reykja í flugvélum. Það má ekki í dag og tilhugsunin er svo yfirgengilega viðbjóðsleg að virkustu skæruliðar reykingasamfélags myndu hugsa sig tvisvar um yrði það leyft á ný. Flugferðir eru nógu ömurleg lífsreynsla - sérstaklega fyrir þá sem eru ekki með gráðu í vélaverkfræði og/eða eru hærri en 180 sentimetrar. Ef það mætti reykja í þessum sjálfsvígshólkum myndi ég kyssa utanlandsferðir bless - sem væri eins og að sleikja öskubakka, ef mark er takandi á antí-reykingaáróðri tíunda áratugarins. Styttra er síðan það mátti reykja inni á skemmtistöðum. Þegar reykingabannið var fyrst rætt var eins og ragnarök skemmtanalífs Íslands væru yfirvofandi. Allir sem einn áttu skemmtistaðir og barir að fara lóðbeint á hausinn og reykingasamfélagið átti ekki orð yfir fasisma stjórnvalda. Það er enn þá fullt af skemmtistöðum á Íslandi, þannig að vælið var í besta falli hystería. Hugsanlega í nikótínfráhvörfum. Reykingafólk má reyndar eiga að það er einlægt í tillitsleysi sínu gagnvart öðru fólki. Það einfaldlega skilur ekki að fylgifnykurinn þeirra stígur upp úr ímynduðum glerhúsunum - enda er það löngu búið að mölva allar rúðurnar í baráttunni fyrir ömurlegum málstað sínum.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun