Saga Nordic Partners öll 25. mars 2010 05:00 Skilanefnd Landsbankans hefur eignast allar eignir Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum. Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira