Vill láta hart mæta hörðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2025 14:41 Sigurður Ingi vill láta hart mæta hörðu. Vísir/Anton Brink Formaður Framsóknarflokksins ásamt þingmönnum flokksins hefur lagt fram þingsályktunartillögu um endurskoðun tollameðferðar á matvælum, beitingu öryggisákvæðis EES og tímabundna lækkun virðisaukaskatts af matvælum. Sigurður Ingi Jóhannsson hafði áður boðað slíka ályktun sem svar Íslands við verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna járnblendisframleiðslu í sambandsríkjum. Aðgerðirnar bitna á Íslendingum og Norðmönnum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar, að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í liðinni viku. Í tillögunni sem útbýtt var á þinginu í dag segir að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á tollalögum þess efnis að lagður verði viðbótartollur, að lágmarki 10%, á þær matvörur frá Evrópusambandinu sem framleiddar eru innan lands í verulegu magni og keppa við innflutning. Jafnframt verði ráðherra falið að meta og, eftir atvikum, beita öryggisákvæðum EES-samningsins til að bregðast við viðvarandi efnahagslegum og þjóðfélagslegum erfiðleikum í íslenskri matvælaframleiðslu sem feli í sér tímabundna takmörkun eða stöðvun tollkvóta og annarra innflutningsheimilda fyrir kjöt- og mjólkurvörur sem keppi við innlenda framleiðslu. „Enn fremur verði ráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til tímabundinnar lækkunar virðisaukaskatts af matvælum úr 11% niður í 8% í tvö ár til að draga úr áhrifum verðbólgu og styðja við heimili í landinu. Ráðherra skilgreini nánar þá vöruflokka sem sæti viðbótartollum eða öryggisráðstöfunum og þá matvöruflokka sem falli undir lægra virðisaukaskattsþrep samkvæmt lögum um virðisaukaskatt,“ segir í tillögunni. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra bregður á leik að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.Vísir/Vilhelm Ólíklegt má telja að ályktunin nái fram að ganga enda hefur Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra þegar hafnað hugmyndinni. Engin vestræn þjóð ætti eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði. Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Framsóknarflokkurinn Alþingi Matvælaframleiðsla EES-samningurinn Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson hafði áður boðað slíka ályktun sem svar Íslands við verndaraðgerðum Evrópusambandsins vegna járnblendisframleiðslu í sambandsríkjum. Aðgerðirnar bitna á Íslendingum og Norðmönnum. „Við getum augljóslega notað þau rök sem Evrópusambandið notar, að tollfrjáls innflutningur á matvælum frá Evrópusambandinu hafi umtalsverð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu,“ sagði Sigurður Ingi á Alþingi í liðinni viku. Í tillögunni sem útbýtt var á þinginu í dag segir að Alþingi álykti að fela fjármála- og efnahagsráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til breytinga á tollalögum þess efnis að lagður verði viðbótartollur, að lágmarki 10%, á þær matvörur frá Evrópusambandinu sem framleiddar eru innan lands í verulegu magni og keppa við innflutning. Jafnframt verði ráðherra falið að meta og, eftir atvikum, beita öryggisákvæðum EES-samningsins til að bregðast við viðvarandi efnahagslegum og þjóðfélagslegum erfiðleikum í íslenskri matvælaframleiðslu sem feli í sér tímabundna takmörkun eða stöðvun tollkvóta og annarra innflutningsheimilda fyrir kjöt- og mjólkurvörur sem keppi við innlenda framleiðslu. „Enn fremur verði ráðherra falið að undirbúa og leggja fram frumvarp til tímabundinnar lækkunar virðisaukaskatts af matvælum úr 11% niður í 8% í tvö ár til að draga úr áhrifum verðbólgu og styðja við heimili í landinu. Ráðherra skilgreini nánar þá vöruflokka sem sæti viðbótartollum eða öryggisráðstöfunum og þá matvöruflokka sem falli undir lægra virðisaukaskattsþrep samkvæmt lögum um virðisaukaskatt,“ segir í tillögunni. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra bregður á leik að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.Vísir/Vilhelm Ólíklegt má telja að ályktunin nái fram að ganga enda hefur Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra þegar hafnað hugmyndinni. Engin vestræn þjóð ætti eins mikið undir og Íslendingar hvað frjáls viðskipti varðaði. „Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að standa vörð um þetta kerfi. Það er hins vegar ljóst að þetta þarf að hafa afleiðingar. Við getum ekki setið hjá og horft á þessar breytingar eiga sér stað. Við eigum mikið undir og við þurfum að standa með áframhaldandi frelsi og reglum í samskiptum þjóða,“ sagði Daði.
Evrópusambandið Skattar, tollar og gjöld Framsóknarflokkurinn Alþingi Matvælaframleiðsla EES-samningurinn Mest lesið Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Lögmenn frá Juris til LEX Viðskipti innlent 996 vinnuvikan að ryðja sér til rúms á ný (72 klukkustundir) Atvinnulíf Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Nauðungarsala á Hlemmi Square Viðskipti innlent Fleiri fréttir Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent