Þrúðgur þrætudraugur Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. janúar 2010 06:00 Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Þeir sem þráðu ekkert heitar - fyrir hönd lýðræðisins og íslensku þjóðarinnar, fráleitt sína eigin - en að þjóðin fengi að greiða atkvæði, sjá nú á því alla meinbugi. Og þeir sem einu sinni töldu bestu mögulegu samningum náð telja að nú, einmitt nú, sé bestu mögulegu samningum náð. Og skynsemin liggur í valnum. Hættu, hættu áður að hálsi þér sjálfum verði snaran snúin. Svo orti Jónas í kvæði sínu um galdraveiðina og þrúðga þrætudrauginn og svo var mælt í Lukku-Láka þegar orðgnóttin var orðin einum um of. Hættu, hættu. Eftir maraþonumræður á Alþingi, eftir ótal viðtöl, eftir mýmargar greinar, eftir fjölda frétta, eftir gnótt fréttaskýringa, eftir útskýringar á útskýringar ofan, þá stöndum við… tja, hvar? Hvar er Icesave-málið statt í dag? Hvort er það að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Og um hvað á þá að kjósa? Eða er loksins að nást pólitísk samstaða um… hvað? Lágmarkstrygginguna? Að borga ekki neitt? Rétt upp hönd sem halda að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði kosið um hvort borga eigi Icesave eða ekki? Neibbs, óekki. Um þetta verður kosið: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?" Einfalt og öruggt. En hvað ef lögin halda gildi? Hvað borgum við þá og hvenær? Hverjum? En ef þau verða felld úr gildi? Eru þá gömlu lögin í gildi? En ríkisábyrgð þeirra tekur ekki gildi nema Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana. Og þeir eru búnir að hafna þeim. Hvaða lög gilda þá? Þarf þá að skipa nefnd? Eða förum við þá að borga samkvæmt gömlu lögunum? Borgum við alltaf? Um það verður í það minnsta ekki kosið. Umræðan um Icesave hefur verið löng, flókin og leiðinleg. Það síðastnefnda skiptir sosum engu; þetta er mál sem verður að leysa og skemmtanagildi þess skiptir litlu. En stundum hvarflar að manni að kannski hafi tíminn og tækifærin til að leysa málin ekki verið nýtt. Frekar hafi menn þrúðgað þrætudrauginn í eiginhagsmunaskyni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun
Og það er byrjað á ný. Aftur hefur verið tekinn snúningur á Icesave og í hugum margra virðumst við vera komin á byrjunarreit. Nú á víst ekki að borga neitt, eða hvað? Samstaða sem fyrir nokkrum dögum virtist vera fyrir hendi um eitthvert lágmark er horfin út í veður og vind. Þeir sem þráðu ekkert heitar - fyrir hönd lýðræðisins og íslensku þjóðarinnar, fráleitt sína eigin - en að þjóðin fengi að greiða atkvæði, sjá nú á því alla meinbugi. Og þeir sem einu sinni töldu bestu mögulegu samningum náð telja að nú, einmitt nú, sé bestu mögulegu samningum náð. Og skynsemin liggur í valnum. Hættu, hættu áður að hálsi þér sjálfum verði snaran snúin. Svo orti Jónas í kvæði sínu um galdraveiðina og þrúðga þrætudrauginn og svo var mælt í Lukku-Láka þegar orðgnóttin var orðin einum um of. Hættu, hættu. Eftir maraþonumræður á Alþingi, eftir ótal viðtöl, eftir mýmargar greinar, eftir fjölda frétta, eftir gnótt fréttaskýringa, eftir útskýringar á útskýringar ofan, þá stöndum við… tja, hvar? Hvar er Icesave-málið statt í dag? Hvort er það að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki? Og um hvað á þá að kjósa? Eða er loksins að nást pólitísk samstaða um… hvað? Lágmarkstrygginguna? Að borga ekki neitt? Rétt upp hönd sem halda að í þjóðaratkvæðagreiðslu verði kosið um hvort borga eigi Icesave eða ekki? Neibbs, óekki. Um þetta verður kosið: „Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar. Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?" Einfalt og öruggt. En hvað ef lögin halda gildi? Hvað borgum við þá og hvenær? Hverjum? En ef þau verða felld úr gildi? Eru þá gömlu lögin í gildi? En ríkisábyrgð þeirra tekur ekki gildi nema Bretar og Hollendingar samþykki fyrirvarana. Og þeir eru búnir að hafna þeim. Hvaða lög gilda þá? Þarf þá að skipa nefnd? Eða förum við þá að borga samkvæmt gömlu lögunum? Borgum við alltaf? Um það verður í það minnsta ekki kosið. Umræðan um Icesave hefur verið löng, flókin og leiðinleg. Það síðastnefnda skiptir sosum engu; þetta er mál sem verður að leysa og skemmtanagildi þess skiptir litlu. En stundum hvarflar að manni að kannski hafi tíminn og tækifærin til að leysa málin ekki verið nýtt. Frekar hafi menn þrúðgað þrætudrauginn í eiginhagsmunaskyni.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun