Fisher og Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð í Dubai Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 26. nóvember 2010 15:31 Ian Poulter. Nordic Photos/Getty Images Ensku kylfingarnir Ross Fisher og Ian Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem fram fer í Dubai. Fisher lék á 8 höggum undir pari í dag og er samtals á 9 höggum undir pari, en Poulter lék á 66 höggum. Fisher, sem var í Ryderliði Evrópu í haust, gerði engin mistök þegar hann jafnaði vallarmetið þar sem hann fékk átta fugla og tíu pör á hringnum. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar lék á 70 höggum í dag eða 2 höggum undir pari og er hann í 4.-6. sæti á 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum í golfi, lék á 67 höggum í dag eða 5 höggum undir pari. Hann er í þriðja sæti á 8 höggum undir pari samtals. Kaymer er líklegur til þess að ná að halda efsta sæti peningalistans að loknu mótinu í Dubai en hann á einnig möguleika á að velta Westwood úr efsta sæti heimslistans. Norður-Írinn Graeme McDowell á nú litla möguleika á að ná efsta sæti peningalistans en hann féll úr 25. sæti í það 43. á mótinu þegar hann lék á 73 höggum í dag. Samtals er hann á einu höggi yfir pari vallar eftir 36 holur. McDowell þarf að enda í einu af þremur efstu sætum lokamótsins til þess að ná efsta sæti peningalistans. Að miklu er að keppa fyrir kylfingina en sigurvegari mótsins fær um 140 milljónir kr. í sinn hlut og sá sem endar í efsta sæti peningalistans fær um 170 milljónir kr. að auki. Kaymer gæti með sigri á mótinu velt Westwood úr efsta sæti heimslistans en þeir eru eins og áður segir í fjórða og þriðja sæti lokamótsins. McDowell segir í viðtali við breska fjölmiðla að hann finni fyrir þreytu eftir fimm vikna keppnistörn en það þykir mikil törn á Evrópumótaröðinni þar sem að hvert mót stendur yfir í fjóra daga. „Ég var of fljótur að missa einbeitinguna, og það eru þreytumerki," sagði McDowell en hann lék lykilhlutverk í Ryderliði Evrópu gegn því bandaríska á Celtic Manor s.l. haust. „Aðstoðarmaður minn sagði við mig að hann hefði aldrei séð mig missa einbeitinguna með þessum hætti. Ég gerð fullt af mistökum og það gera þreyttir kylfingar." Staða efstu kylfinga:Ross Fisher -9 Ian Poulter -9 Lee Westwood -8 Paul Casey -7 Martin Kaymer -7 Thongchai Jaidee -7 Francesco Molinari -6 Louis Oosthuizen -5 Alvaro Quiros -5 Miguel Angel Jimenez -5 Valdir aðrir kylfingar: Noh Seung-Yul -5 Luke Donald -3 Matteo Manassero -2 Ernie Els -1 Rory McIlroy -1 Charl Schwartzel -1 Chris Wood -1 Padraig Harrington par Graeme McDowell + 1 Retief Goosen + 6 Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ensku kylfingarnir Ross Fisher og Ian Poulter eru efstir og jafnir þegar keppni er hálfnuð á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í golfi sem fram fer í Dubai. Fisher lék á 8 höggum undir pari í dag og er samtals á 9 höggum undir pari, en Poulter lék á 66 höggum. Fisher, sem var í Ryderliði Evrópu í haust, gerði engin mistök þegar hann jafnaði vallarmetið þar sem hann fékk átta fugla og tíu pör á hringnum. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er efstur á peningalista Evrópumótaraðarinnar lék á 70 höggum í dag eða 2 höggum undir pari og er hann í 4.-6. sæti á 7 höggum undir pari. Englendingurinn Lee Westwood, sem er efstur á heimslistanum í golfi, lék á 67 höggum í dag eða 5 höggum undir pari. Hann er í þriðja sæti á 8 höggum undir pari samtals. Kaymer er líklegur til þess að ná að halda efsta sæti peningalistans að loknu mótinu í Dubai en hann á einnig möguleika á að velta Westwood úr efsta sæti heimslistans. Norður-Írinn Graeme McDowell á nú litla möguleika á að ná efsta sæti peningalistans en hann féll úr 25. sæti í það 43. á mótinu þegar hann lék á 73 höggum í dag. Samtals er hann á einu höggi yfir pari vallar eftir 36 holur. McDowell þarf að enda í einu af þremur efstu sætum lokamótsins til þess að ná efsta sæti peningalistans. Að miklu er að keppa fyrir kylfingina en sigurvegari mótsins fær um 140 milljónir kr. í sinn hlut og sá sem endar í efsta sæti peningalistans fær um 170 milljónir kr. að auki. Kaymer gæti með sigri á mótinu velt Westwood úr efsta sæti heimslistans en þeir eru eins og áður segir í fjórða og þriðja sæti lokamótsins. McDowell segir í viðtali við breska fjölmiðla að hann finni fyrir þreytu eftir fimm vikna keppnistörn en það þykir mikil törn á Evrópumótaröðinni þar sem að hvert mót stendur yfir í fjóra daga. „Ég var of fljótur að missa einbeitinguna, og það eru þreytumerki," sagði McDowell en hann lék lykilhlutverk í Ryderliði Evrópu gegn því bandaríska á Celtic Manor s.l. haust. „Aðstoðarmaður minn sagði við mig að hann hefði aldrei séð mig missa einbeitinguna með þessum hætti. Ég gerð fullt af mistökum og það gera þreyttir kylfingar." Staða efstu kylfinga:Ross Fisher -9 Ian Poulter -9 Lee Westwood -8 Paul Casey -7 Martin Kaymer -7 Thongchai Jaidee -7 Francesco Molinari -6 Louis Oosthuizen -5 Alvaro Quiros -5 Miguel Angel Jimenez -5 Valdir aðrir kylfingar: Noh Seung-Yul -5 Luke Donald -3 Matteo Manassero -2 Ernie Els -1 Rory McIlroy -1 Charl Schwartzel -1 Chris Wood -1 Padraig Harrington par Graeme McDowell + 1 Retief Goosen + 6
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira