Sport

Sex koma til greina sem frjálsíþróttakarl og kona júlímánaðar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helga Margrét Þortseinsdóttir.
Helga Margrét Þortseinsdóttir.
Frjálsíþróttasambandið hefur tilnefnt þrjá karla og þrjár konur sem koma til greina sem frjálsíþróttakarl og frjálsíþróttakona júlímánaðar. Kosningin fer fram á heimasíðu FRÍ og er um óformlega könnun lesenda heimasíðu FRÍ að ræða.

Þetta er skemmtilegt nýbreytni hjá frjálsíþróttasambandinu til þess að vekja athygli á góðum árangri íslenska frjálsíþróttafólksins sem náði góðum árangri í júlí en Íslandi átti meðal annars sex keppendur á EM í frjálsum í Barcelona.

Þessi eru tilnefnd fyrir júlímánuð:

Ásdís Hjálmsdóttir

- fyrir 10. sæti í spjótkasti á EM í Barcelona

Helga Margrét Þorsteinsdóttir

- fyrir bronsverðlaun í sjöþraut á HM unglinga í Canada

Kristín Birna Ólafsdóttir

-fyrir góða frammistöðu í 400m grind á EM í Barcelona

Björgvin Víkingsson

- fyrir árangur í 400m grindahlaupi 51.77 og náði þar með lágmarki á EM

Blake Tómas Jakobsson

- efnilegur 19 ára kastari fyrir góðan árangur í kringlukasti

Þorsteinn Ingvarsson

- fyrir sigur og 7.79 í Gautaborg og góða frammistöðu á EM í Barcelona í langstökki

Sigurvegarar júníkosningarinnar voru þau Sveinbjörg Zophoníasdóttir USÚ og Þorsteinn Ingvarsson HSÞ.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×