Viðskipti innlent

Landsbankinn sagður hafa brotið lög en FME sat aðgerðalaust hjá

Björgólfur Thor Björgólfsson braut lög en FME ákvað að gera ekkert.
Björgólfur Thor Björgólfsson braut lög en FME ákvað að gera ekkert.

Heildarskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og félaga hans gagnvart Landsbankanum árið 2005 námu 56,2 milljörðum króna, eða 54,5 prósent af eigin fé bankans. Þetta var niðurstaða Fjármálaeftirlitsins sem tók út bankann 30. júní 2005. Svo há skuldbinding varðar við lög.

Landsbankinn mótmælti þessu og að teknu tilliti til frádráttarliða sem Landsbankinn tefldi fram, en Fjármálaeftirlitið lýsti efasemdum um, nam áhættuskuldbinding engu að síður að minnsta kosti 51,3 milljörðum króna eða 49,7% af eigin fé Landsbankans og var því langt yfir lögmæltu hámarki sem er 25%.

Jónas Fr Jónsson, þáverandi forstjóri FME, tilkynnti málið til stjórnar FME í kjölfarið. Í bréfi Jónasar til rannsóknarnefndarinnar, segir hann að hann hafi kynnt málið fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins sem hefði ekki talið ástæðu til sérstakra aðgerða á því stigi málsins. Slíkt hefði komið fram ef stjórnin hefði talið að á ferðinni væri meiri háttar brot af hálfu Landsbanka Íslands hf. sem réttlætti kæru til lögreglu.

Þá segir í niðurstöðu Rannsóknarnefndarinnar að kæra hefði mátt bankann til lögreglu, enda varðar brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki og við því liggur

sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×