Ísland fyrir Íslendinga? Óli Kr. Ármannsson skrifar 23. júlí 2010 06:00 Þjóðremba og ofurtrú á ágæti þess sem sprottið er upp í nærumhverfinu er með leiðigjarnari kenndum. Slíkur rembingur er oftast talinn birtingarmynd ákveðinnar minnimáttarkenndar og því kannski skiljanlegt að hann leggist fremur á smærri þjóðir. Vera má að í þjóðarrembingi sé kominn sá falski tónn sem undirritaður þykist merkja í háværri baráttu sem fram fer gegn fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuiðnaði. Enn hefur nefnilega ekki komið fram á því skynsamleg skýring af hverju það er verra að kanadískt fyrirtæki eignist HS orku en íslenskt fyrirtæki. Einkavæðing HS orku er nefnilega löngu afstaðin. Þá er það ekki svo að eigendur virkjanafyrirtækja geti farið sínu fram um koppa og grundir án þess að spyrja kóng eða prest og gildir þá einu hvort þeir eru íslenskir eða útlendir. Hér gilda reglur um umhverfismat og allar framkvæmdir háðar opinberum leyfum. Vandséð er að hægt sé að ætla útlendingum það fyrirfram að ganga verr um landið en Íslendingar gera. Ekki voru það útlendingar sem veðsettu ríkissjóð í markaðssetningu innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Liggja þarf fyrir um hvað er deilt þegar rætt er um kaup Magma Energy á HS orku. Einhverjir telja sjálfsagt að ríkið hefði átt að ganga inn í kaupin og tryggja sér hlut Geysis Green Energy í HS orku. Sú leið var hins vegar ekki valin. Auðlindin er eftir sem áður í eigu ríkisins þótt leigð séu afnot af henni. Síðan má deila um tímalengd slíkra samninga. Vert er þó að halda til haga að í grein sem Sigurður Jóhannesson hagfræðingur skrifaði í Vísbendingu í maílok á þessu ári bendir hann á að áætlað auðlindagjald HS orku til landeigenda sé meiri en sá arður sem fengist hafi til þessa af opinberum orkufyrirtækjum. Þá má velta fyrir sér hvort líklegt sé að einhver niðurstaða verði af allri þessari orðræðu um málefni Magma Energy. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" söng Megas forðum um íslensk stjórnmál með hljómsveitinni Íkarusi. Ekki er ólíklegt að sú iðja vilji enn brenna við í stjórnmálunum. Einhverjum kann að þykja þægilegra að bölsótast yfir kaupum Magma Energy á HS orku fremur en að horfast í augu við ónýtan gjaldmiðil og viðvarandi gjaldeyrishöft, atvinnuleysi, fjármálafyrirtæki á brauðfótum, óleysta Icesave-deilu og áframhald efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Enn er ósvarað spurningunni um hvernig hollvinir krónunnar og andstæðingar aukins Evrópusamstarfs ætla að tryggja hér stöðugleika gjaldmiðils og byggja upp þann trúverðugleika sem þarf til þess að í landinu verði lífskjör viðunandi. Vera má að það sé hluti einangrunarstefnunnar að berja frá landinu erlenda fjárfestingu. En þá þarf líka að segja það svo fólk átti sig að hverju er stefnt, fremur en að snúa umræðunni upp í einhverja öfugsnúna þjóðernishyggju þegar kemur að fjárfestingum og fyrirtækjarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Þjóðremba og ofurtrú á ágæti þess sem sprottið er upp í nærumhverfinu er með leiðigjarnari kenndum. Slíkur rembingur er oftast talinn birtingarmynd ákveðinnar minnimáttarkenndar og því kannski skiljanlegt að hann leggist fremur á smærri þjóðir. Vera má að í þjóðarrembingi sé kominn sá falski tónn sem undirritaður þykist merkja í háværri baráttu sem fram fer gegn fjárfestingu Magma Energy í íslenskum orkuiðnaði. Enn hefur nefnilega ekki komið fram á því skynsamleg skýring af hverju það er verra að kanadískt fyrirtæki eignist HS orku en íslenskt fyrirtæki. Einkavæðing HS orku er nefnilega löngu afstaðin. Þá er það ekki svo að eigendur virkjanafyrirtækja geti farið sínu fram um koppa og grundir án þess að spyrja kóng eða prest og gildir þá einu hvort þeir eru íslenskir eða útlendir. Hér gilda reglur um umhverfismat og allar framkvæmdir háðar opinberum leyfum. Vandséð er að hægt sé að ætla útlendingum það fyrirfram að ganga verr um landið en Íslendingar gera. Ekki voru það útlendingar sem veðsettu ríkissjóð í markaðssetningu innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Liggja þarf fyrir um hvað er deilt þegar rætt er um kaup Magma Energy á HS orku. Einhverjir telja sjálfsagt að ríkið hefði átt að ganga inn í kaupin og tryggja sér hlut Geysis Green Energy í HS orku. Sú leið var hins vegar ekki valin. Auðlindin er eftir sem áður í eigu ríkisins þótt leigð séu afnot af henni. Síðan má deila um tímalengd slíkra samninga. Vert er þó að halda til haga að í grein sem Sigurður Jóhannesson hagfræðingur skrifaði í Vísbendingu í maílok á þessu ári bendir hann á að áætlað auðlindagjald HS orku til landeigenda sé meiri en sá arður sem fengist hafi til þessa af opinberum orkufyrirtækjum. Þá má velta fyrir sér hvort líklegt sé að einhver niðurstaða verði af allri þessari orðræðu um málefni Magma Energy. „Svo skal böl bæta að benda á eitthvað annað" söng Megas forðum um íslensk stjórnmál með hljómsveitinni Íkarusi. Ekki er ólíklegt að sú iðja vilji enn brenna við í stjórnmálunum. Einhverjum kann að þykja þægilegra að bölsótast yfir kaupum Magma Energy á HS orku fremur en að horfast í augu við ónýtan gjaldmiðil og viðvarandi gjaldeyrishöft, atvinnuleysi, fjármálafyrirtæki á brauðfótum, óleysta Icesave-deilu og áframhald efnahagsáætlunar Íslands og Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Enn er ósvarað spurningunni um hvernig hollvinir krónunnar og andstæðingar aukins Evrópusamstarfs ætla að tryggja hér stöðugleika gjaldmiðils og byggja upp þann trúverðugleika sem þarf til þess að í landinu verði lífskjör viðunandi. Vera má að það sé hluti einangrunarstefnunnar að berja frá landinu erlenda fjárfestingu. En þá þarf líka að segja það svo fólk átti sig að hverju er stefnt, fremur en að snúa umræðunni upp í einhverja öfugsnúna þjóðernishyggju þegar kemur að fjárfestingum og fyrirtækjarekstri.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun