Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 11:22 Tiger Woods hefur ekki unnið golfmót á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001. AP Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira