Myndband Berndsen á kvikmyndahátíðina í LA 6. maí 2010 09:00 Davíð og Helgi stefna á að fara til Los Angeles og sýna myndbandið við lagið Supertime. Fréttablaðið/Anton „Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube. Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Það var hringt í leikstjórann og beðið um að fá að sýna myndbandið. Svo fórum við að skoða hvað var hátíðinni og þá voru þar risanöfn. Ég var bara sjitt! - fékk sjokk þegar ég sá þau," segir söngvarinn Davíð Berndsen. Myndbandið við Supertime, lag Berndsens, hefur verið valið til sýningar á kvikmyndahátíðinni Los Angeles Film Festival í júní. Hátíðin er ein sú stærsta í heiminum sem sýnir óháðar myndir, en á hátíðinni er sérdagskrá helguð tónlistarmyndböndum. Berndsen er þar í fríðu föruneyti því myndbönd Bobs Dylan og hljómsveitanna MGMT og Coldplay eru í sama flokki. Myndbandinu var leikstýrt af Helga Jóhannssyni og hefur hann verið beðinn um að mæta á hátíðina og taka þátt í pallborðsumræðu um myndbandið og framleiðslu þess. „Við stefnum báðir að því að fara á hátíðina, ef kreppan nær ekki að koma í veg fyrir það," segir Berndsen og bætir við að um góða kynningu sé að ræða þar sem um 80.000 gestir séu væntanlegir á hátíðina. Myndbandið við Supertime hefur vakið talsverða athygli síðan það var frumsýnt í ágúst í fyrra. Myndbandið hefur verið skoðað um 250.000 sinnum á Youtube og fylgdi einnig með snjóbrettamyndinni The Came From sem hefur verið dreift víða um heim. - afb Myndbandið má sjá hér á YouTube.
Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Gurrý selur slotið Lífið Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira