Kögunarhóll: Stjórn eða skuggastjórn? Þorsteinn Pálsson skrifar 24. júlí 2010 06:00 Vinstri vængur VG lítur á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem óæskilega skuggaríkisstjórn. Sjóðurinn hefur lánað Íslandi mikla fjármuni sem það átti ekki kost á annars staðar. Löngu fyrir hrun bankanna 2008 var búið að loka öllum dyrum á Seðlabankann erlendis. Aðstoðinni fylgja hins vegar skilyrði sem bæði núverandi ríkisstjórn og sú fyrri hafa samþykkt. Þau fela í sér nauðsynlegar ráðstafanir til að koma Ísland út úr Hrunadansinum. Í því ljósi er hugtakið skuggaríkisstjórn ekki rétt. Það var hins vegar til marks um vanmátt stjórnarinnar þegar hún bað sjóðinn um útfærslu á skattatillögum. Það er ekki í samræmi við hlutverk hans hér og ýtir undir skuggastjórnar ímydina. Nokkur árangur hefur náðst vegna þessa samstarfs. Er Ísland þá sáluhólpið? Þegar þeirri spurningu er svarað er rétt að horfa á þrjú atriði sem gera framreikning á hagtölum óvissan. Fyrsta atriðið er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í eigin röðum fyrir framkvæmd efnahagsstefnu á grundvelli samstarfssamningsins. Það eitt hefur sett endurreisnina í uppnám á ýmsum sviðum og á eftir að gera í enn ríkari mæli. Í annan stað er sjóðurinn á förum eftir eitt ár. Þá hverfur allt ytra aðhald. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa mótað stefnu um framhaldið. Í þriðja lagi hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brugðist mjög alvarlega með því að viðurkenna bókhaldsblekkingar að grískum hætti varðandi nokkrar stórar opinberar framkvæmdir. Þær nema varla lægri upphæð en 130 milljörðum króna. Sjóðurinn verður svo farinn þegar blekkingarnar byrja að bíta skattgreiðendur. ÁrangurinnÁ þessum vettvangi var í byrjun ársins lýst efasemdum um að fjárlögin héldu í framkvæmd. Fyrstu tölur um útgjöldin benda til að það mat hafi verið of svartsýnt. Ástæða er til að fagna þeim óvænta árangri. Tekjuáformin ætla hins vegar að bresta eins og sjá mátti. Þá er fall þjóðarframleiðslu heldur minna og atvinnuleysistölur heldur lægri en upphaflegar spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerðu ráð fyrir. Hvort tveggja ætti að gefa tilefni til nokkurrar bjartsýni. Aðgæslu er þó þörf við það mat. Viðurkennt er að upphaflegar spár voru neikvæðari en efni stóðu til. Skárri tölur eru því ekki vísbending um sneggri bata. Hér þarf einnig að hafa í huga að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gekk út á mjög hæga aðlögun ríkissjóðs að nýjum aðstæðum. Umsvifum hefur verið haldið uppi með lántökum. Lífskjörin eru því fölsk að hluta og Hrunadansinn er enn stiginn. Aðlögunartíma ríkissjóðs átti að nota til að skjóta stoðum undir atvinnulífið og nýja verðmætasköpun. Það hefur ekki gerst. Hvorki bólar á fjárfestingum í orkufrekum iðnaði né annars konar iðnaði og þjónustu. Þjóðin þarf því að ganga inn í lokaáfanga ríkisfjármálaaðgerðanna áður en ný fjárfesting er farin að skila sér í auknum umsvifum og gefa von um vöxt í þjóðarbúskapnum eins og reiknað var með. Fölsk fyrirheitÞessar alvarlegu framtíðarhorfur eru afleiðing pólitískrar kreppu frá haustdögum 2008. Hún gerir efnahagsþrautina þyngri. Fjármálaráðherra og talsmenn Heimssýnar keppast við að sannfæra almenning um að sjávarútvegur og landbúnaður geti lagt til þann hagvöxt sem þörf er á til að fjölga störfum um tuttugu þúsund og bæta lífskjörin. Þetta eru fölsk fyrirheit. Þau virðast vera gefin í þeim eina tilgangi að telja fólki trú um að unnt sé að nota krónuna sem framtíðarmynt. Ljóst má þó vera að vegna náttúrulegra takmarkana verður sjávarútvegurinn ekki uppspretta hagvaxtar. Af sömu ástæðu verða ekki til ný störf þar. Þverstæðan lýsir sér svo í því að útvegsmenn gera bókhaldið upp í erlendri mynt. Fjölgun starfa verður á nýjum sviðum iðnaðar og þjónustu. Til þess að vænta megi fjárfestinga á nýjum sviðum þarf traust á peningakerfinu. Ríkisstjórnin er klofin um markmið og leiðir í þeim efnum. Eigi krónan að verða nothæf þarf margvíslegar ráðstafanir sem aftur rýra lífskjörin enn frekar. Um það þegja flestir þunnu hljóði. Framsóknarflokkurinn birti þó mjög upplýsandi skýrslu um þann veruleika fyrir tveimur árum. Sjálfstæðisflokkurinn og VG ætla að treysta á krónuna til frambúðar. Á sama tíma hafna útvegsmenn henni vegna óhagræðis. Þeir ætlast hins vegar til að heimilin sætti sig við það óhagræði. Gjaldeyrishöftin áttu að vera tímabundin en stefna nú í að verða varanleg þungamiðja efnahagsstefnunnar. Afleiðingin er stöðnun. Ofan í þessi kaup kemur að vinstri vængur VG hefur sterklega gefið til kynna að hann muni ekki standa að næsta áfanga ríkisfjármálaaðgerðanna. Af þessu má ráða að sá árangur sem samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur þrátt fyrir allt skilað getur runnið út í sandinn ef ekkert breytist á pólitíska sviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun
Vinstri vængur VG lítur á Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem óæskilega skuggaríkisstjórn. Sjóðurinn hefur lánað Íslandi mikla fjármuni sem það átti ekki kost á annars staðar. Löngu fyrir hrun bankanna 2008 var búið að loka öllum dyrum á Seðlabankann erlendis. Aðstoðinni fylgja hins vegar skilyrði sem bæði núverandi ríkisstjórn og sú fyrri hafa samþykkt. Þau fela í sér nauðsynlegar ráðstafanir til að koma Ísland út úr Hrunadansinum. Í því ljósi er hugtakið skuggaríkisstjórn ekki rétt. Það var hins vegar til marks um vanmátt stjórnarinnar þegar hún bað sjóðinn um útfærslu á skattatillögum. Það er ekki í samræmi við hlutverk hans hér og ýtir undir skuggastjórnar ímydina. Nokkur árangur hefur náðst vegna þessa samstarfs. Er Ísland þá sáluhólpið? Þegar þeirri spurningu er svarað er rétt að horfa á þrjú atriði sem gera framreikning á hagtölum óvissan. Fyrsta atriðið er að ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í eigin röðum fyrir framkvæmd efnahagsstefnu á grundvelli samstarfssamningsins. Það eitt hefur sett endurreisnina í uppnám á ýmsum sviðum og á eftir að gera í enn ríkari mæli. Í annan stað er sjóðurinn á förum eftir eitt ár. Þá hverfur allt ytra aðhald. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa mótað stefnu um framhaldið. Í þriðja lagi hefur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn brugðist mjög alvarlega með því að viðurkenna bókhaldsblekkingar að grískum hætti varðandi nokkrar stórar opinberar framkvæmdir. Þær nema varla lægri upphæð en 130 milljörðum króna. Sjóðurinn verður svo farinn þegar blekkingarnar byrja að bíta skattgreiðendur. ÁrangurinnÁ þessum vettvangi var í byrjun ársins lýst efasemdum um að fjárlögin héldu í framkvæmd. Fyrstu tölur um útgjöldin benda til að það mat hafi verið of svartsýnt. Ástæða er til að fagna þeim óvænta árangri. Tekjuáformin ætla hins vegar að bresta eins og sjá mátti. Þá er fall þjóðarframleiðslu heldur minna og atvinnuleysistölur heldur lægri en upphaflegar spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gerðu ráð fyrir. Hvort tveggja ætti að gefa tilefni til nokkurrar bjartsýni. Aðgæslu er þó þörf við það mat. Viðurkennt er að upphaflegar spár voru neikvæðari en efni stóðu til. Skárri tölur eru því ekki vísbending um sneggri bata. Hér þarf einnig að hafa í huga að áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins gekk út á mjög hæga aðlögun ríkissjóðs að nýjum aðstæðum. Umsvifum hefur verið haldið uppi með lántökum. Lífskjörin eru því fölsk að hluta og Hrunadansinn er enn stiginn. Aðlögunartíma ríkissjóðs átti að nota til að skjóta stoðum undir atvinnulífið og nýja verðmætasköpun. Það hefur ekki gerst. Hvorki bólar á fjárfestingum í orkufrekum iðnaði né annars konar iðnaði og þjónustu. Þjóðin þarf því að ganga inn í lokaáfanga ríkisfjármálaaðgerðanna áður en ný fjárfesting er farin að skila sér í auknum umsvifum og gefa von um vöxt í þjóðarbúskapnum eins og reiknað var með. Fölsk fyrirheitÞessar alvarlegu framtíðarhorfur eru afleiðing pólitískrar kreppu frá haustdögum 2008. Hún gerir efnahagsþrautina þyngri. Fjármálaráðherra og talsmenn Heimssýnar keppast við að sannfæra almenning um að sjávarútvegur og landbúnaður geti lagt til þann hagvöxt sem þörf er á til að fjölga störfum um tuttugu þúsund og bæta lífskjörin. Þetta eru fölsk fyrirheit. Þau virðast vera gefin í þeim eina tilgangi að telja fólki trú um að unnt sé að nota krónuna sem framtíðarmynt. Ljóst má þó vera að vegna náttúrulegra takmarkana verður sjávarútvegurinn ekki uppspretta hagvaxtar. Af sömu ástæðu verða ekki til ný störf þar. Þverstæðan lýsir sér svo í því að útvegsmenn gera bókhaldið upp í erlendri mynt. Fjölgun starfa verður á nýjum sviðum iðnaðar og þjónustu. Til þess að vænta megi fjárfestinga á nýjum sviðum þarf traust á peningakerfinu. Ríkisstjórnin er klofin um markmið og leiðir í þeim efnum. Eigi krónan að verða nothæf þarf margvíslegar ráðstafanir sem aftur rýra lífskjörin enn frekar. Um það þegja flestir þunnu hljóði. Framsóknarflokkurinn birti þó mjög upplýsandi skýrslu um þann veruleika fyrir tveimur árum. Sjálfstæðisflokkurinn og VG ætla að treysta á krónuna til frambúðar. Á sama tíma hafna útvegsmenn henni vegna óhagræðis. Þeir ætlast hins vegar til að heimilin sætti sig við það óhagræði. Gjaldeyrishöftin áttu að vera tímabundin en stefna nú í að verða varanleg þungamiðja efnahagsstefnunnar. Afleiðingin er stöðnun. Ofan í þessi kaup kemur að vinstri vængur VG hefur sterklega gefið til kynna að hann muni ekki standa að næsta áfanga ríkisfjármálaaðgerðanna. Af þessu má ráða að sá árangur sem samstarfsáætlunin við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hefur þrátt fyrir allt skilað getur runnið út í sandinn ef ekkert breytist á pólitíska sviðinu.