Viðskipti innlent

Fyrrum forstjóri fær aðstöðu í Fjármálaeftirlitinu

Ingimar Karl Helgason skrifar

Rannsóknarnefnd Alþingis telur að fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins hafi sýnt alvarlega vanrækslu eða gert mistök í starfi.

Frá því að rannsóknarnefnd Alþingis upplýsti að tólf einstaklingar hefðu fengið andmælabréf, í því skyni að gefa þeim sem hún telur að hafi gert mistök eða vanrækslu í starfi, hæfilegan frest til að gera athugasemdir. Nefndin segir að þetta eigi aðeins við þá sem kunni að bera ábyrgð á alvarlegum athöfnum eða athafnaleysi.

Talið er líklegt að fjórir ráðherrar hafi fengið bréf af þessu tagi. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum efnum. Hins vegar má telja fullvíst að Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins sé í þessum hópi. Hann hefur fengið aðstöðu í höfuðstöðvum Fjármálaeftirlitsins í tvo daga. Hann er þar ásamt lögmanni og ræðir þar við fyrrverandi samstarfsmenn í fjármálaeftirlitinu, vegna Rannsóknarnefndar alþingis.

Fleiri hafa verið nefndir til sögunnar, en ekkert staðfest um að þeir hafi fengið bréf. Þar hafa verið nefndir fyrrverandi seðlabankastjórar og fjórir yfirmenn í ráðuneytunum sem fjalla um viðskipti og efnahagsmál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×