Leikhús, jól og pólitík Þorvaldur Gylfason skrifar 30. desember 2010 06:00 Útvarpsleikhúsið hefur nú tvenn jól í röð endurflutt gamanleik þeirra Jónasar og Jóns Múla Árnasona, Deleríum búbónis. Vert væri, að flutningur leikritsins yrði árviss atburður fyrir jól, því að verkið er bráðskemmtileg, hárbeitt og býsna nærgöngul samfélagsádeila. Sennilega hefur ekkert leikverk, innlent eða erlent, verið fært upp oftar eða víðar á Íslandi eða dregið að sér fleiri áhorfendur en Deleríum búbónis. Sönglögin í verkinu þekkir öll þjóðin. Broddurinn í verkinu hefur þó vakið minni viðbrögð en efni standa til. MeistaraverkVerkið var frumflutt í útvarpinu 1954. Það er gerðin, sem útvarpið flutti hlustendum 12. desember sl. og enn er hægt að heyra á vef Ríkisútvarpsins (ruv.is). Haraldur Björnsson fer þar með hlutverk Ægis Ó. Ægis, forstjóra Gleðilegra jóla hf., og Þorsteinn Ö. Stephensen leikur mág hans, jafnvægismálaráðherrann og formann Jafnvægisflokksins. Sagan hverfist um tvo öxla. Þeir mágarnir hafa lagt undir sig innflutning á ávöxtum til landsins og öðrum jólavarningi. Þegar heilbrigðiseftirlitið setur fragtskipið í sóttkví vegna gruns um smitandi búfjársjúkdóm um borð (Deleríum búbónis), ákveða þeir vinirnir að bjóða formanni innflutningsnefndarinnar prófessorsembætti í Háskólanum gegn því, að hann leysi farminn út fyrir kl. 2. Þegar það tekst ekki, þar eð formaðurinn er svo lengi að taka ákvarðanir, ákveða þeir að keyra stjórnarfrumvarp um frestun jólanna í gegn á Alþingi. Þegar það tekst ekki heldur, þar eð stjórnarandstaðan hellti víni í drykkfelldan stjórnarþingmann til að taka hann úr umferð, greiðist þannig úr flækjunni, að orðrómurinn um búfjárveikina reynist vera reistur á misheyrn: heilbrigðiseftirlitsmaðurinn hafði sagt, að hann hefði „skelið eftir húbuna sína" í skipinu, en boðin misskildust í símanum sem hin hættulega sjúkdómsgreining deleríum búbónis. Hinn öxullinn er tilætlunarsjúk eiginkona forstjórans, Pálína Ægis, sem má til að komast yfir bílnúmerið R-9 eins og það skipti engu máli, að Gunnar Hámundarson leigubílstjóri hefur átt númerið frá öndverðu, og honum er það allfast í hendi. Leiknum lýkur þannig, að ráðherrann hringir í leigubílstjórann til að vara hann í trúnaði og vinsemd við yfirvofandi bráðabirgðalögum um að taka öll einsstafsbílnúmer eignarnámi, svo að bílstjóranum megi verða ljóst, að honum er fyrir beztu að koma númerinu í verð án tafar. Bílstjórinn birtist með númerið, frú Pálína er alsæl og einnig þeir vinirnir og syngja: „Kátt er um jólin, koma þau senn, kætast þá allir bissnissmenn." Þessi gerð var sett upp í Iðnó 1959 og gekk þar fyrir fullu húsi í tvö ár og fór eins og eldur í sinu um allt land. Brynjólfur Jóhannesson lék forstjórann í Iðnó og Karl Sigurðsson ráðherrann. Rím við raunveruleikannDeleríum búbónis var jólaleikrit Þjóðleikhússins 1968, og fóru þá Rúrik Haraldsson og Ævar R. Kvaran með hlutverk forstjórans og ráðherrans. Leikritið hafði birzt á prenti 1961 í nýrri gerð, þar sem háðið beinist jafnt að Jafnvægisflokknum og Dreifbýlisflokknum. Einar í Einiberjarunni, sem kom ekki við sögu í frumgerðinni nema sem þögul persóna utan sviðs, birtist nú í allri sinni dýrð á sviðinu undir nýju nafni, „aðalfjármálaséní Dreifbýlisflokksins." „Hvernig stendur eiginlega á því," spyr forstjórinn fullur hneykslunar, „að svona þriðja klassa karamellusali lætur sér detta í hug að hann komist inn í jólabissnissinn sem 50 prósent maður - eiga þessi helmingaskipti að gilda alls staðar eða hvað?" Ráðherrann tekur undir: „Einar hefur aldrei viljað skilja hvað honum og hans líkum eru forboðnir ávextir." Misheyrnin er skrifuð út úr handritinu: Nú er það Einar, sem mútar frænda sínum í heilbrigðiseftirlitinu til að ljúga upp búfjársmitinu til að knýja mágana til helmingaskipta, og kúgar síðan R-9 út úr bílstjóranum til að gleðja frú Pálínu í sárabætur. Blöðin fundu verkinu og sýningunni 1968 margt til foráttu. Leikdómari Morgunblaðsins taldi það „ákaflega tímabundið," en bætti við eins og til öryggis: „það heyrir allt til horfinni tíð, þó við kunnum að eiga von á einhverju svipuðu í framtíðinni." Þriðja uppfærsla atvinnuleikhúss á verkinu var sviðsetning Loftkastalans 1996, þar sem Rúrik Haraldsson lék nú jafnvægismálaráðherrann á móti Magnúsi Ólafssyni í hlutverki forstjórans. Valgeir Skagfjörð, leikstjóri sýningarinnar, sagði þá við Morgunblaðið: „Allt sem kemur fyrir í textanum rímar mjög vel við það sem er að gerast í þjóðfélaginu." Það er eftir mínu höfði hárréttur skilningur á verkinu. Höfundar ádeiluverks eins og Deleríum búbónis hljóta að velta fyrir sér, hversu vel persónur verksins og atburðir skuli ríma við raunveruleikann eins og áhorfendur þykjast þekkja hann hver um sig. Almenna reglan er, að persónurnar eru samsettar og einnig atburðirnir. Spurningin, sem þeir bræður hljóta að hafa spurt sig, er þessi: með allt þetta efni í höndunum, efni, sem allir þekkja, misvel að vísu, margt af því skjalfest, og margir vilja þó ekki kannast við (brask með heilbrigðisvottorð og opinber embætti, mútur, tilætlunarsýki við kjötkatlana o.s.frv.), er nokkur ástæða til að ýkja? Myndu ýkjur ekki slæva ádeiluna? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Þorvaldur Gylfason Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun
Útvarpsleikhúsið hefur nú tvenn jól í röð endurflutt gamanleik þeirra Jónasar og Jóns Múla Árnasona, Deleríum búbónis. Vert væri, að flutningur leikritsins yrði árviss atburður fyrir jól, því að verkið er bráðskemmtileg, hárbeitt og býsna nærgöngul samfélagsádeila. Sennilega hefur ekkert leikverk, innlent eða erlent, verið fært upp oftar eða víðar á Íslandi eða dregið að sér fleiri áhorfendur en Deleríum búbónis. Sönglögin í verkinu þekkir öll þjóðin. Broddurinn í verkinu hefur þó vakið minni viðbrögð en efni standa til. MeistaraverkVerkið var frumflutt í útvarpinu 1954. Það er gerðin, sem útvarpið flutti hlustendum 12. desember sl. og enn er hægt að heyra á vef Ríkisútvarpsins (ruv.is). Haraldur Björnsson fer þar með hlutverk Ægis Ó. Ægis, forstjóra Gleðilegra jóla hf., og Þorsteinn Ö. Stephensen leikur mág hans, jafnvægismálaráðherrann og formann Jafnvægisflokksins. Sagan hverfist um tvo öxla. Þeir mágarnir hafa lagt undir sig innflutning á ávöxtum til landsins og öðrum jólavarningi. Þegar heilbrigðiseftirlitið setur fragtskipið í sóttkví vegna gruns um smitandi búfjársjúkdóm um borð (Deleríum búbónis), ákveða þeir vinirnir að bjóða formanni innflutningsnefndarinnar prófessorsembætti í Háskólanum gegn því, að hann leysi farminn út fyrir kl. 2. Þegar það tekst ekki, þar eð formaðurinn er svo lengi að taka ákvarðanir, ákveða þeir að keyra stjórnarfrumvarp um frestun jólanna í gegn á Alþingi. Þegar það tekst ekki heldur, þar eð stjórnarandstaðan hellti víni í drykkfelldan stjórnarþingmann til að taka hann úr umferð, greiðist þannig úr flækjunni, að orðrómurinn um búfjárveikina reynist vera reistur á misheyrn: heilbrigðiseftirlitsmaðurinn hafði sagt, að hann hefði „skelið eftir húbuna sína" í skipinu, en boðin misskildust í símanum sem hin hættulega sjúkdómsgreining deleríum búbónis. Hinn öxullinn er tilætlunarsjúk eiginkona forstjórans, Pálína Ægis, sem má til að komast yfir bílnúmerið R-9 eins og það skipti engu máli, að Gunnar Hámundarson leigubílstjóri hefur átt númerið frá öndverðu, og honum er það allfast í hendi. Leiknum lýkur þannig, að ráðherrann hringir í leigubílstjórann til að vara hann í trúnaði og vinsemd við yfirvofandi bráðabirgðalögum um að taka öll einsstafsbílnúmer eignarnámi, svo að bílstjóranum megi verða ljóst, að honum er fyrir beztu að koma númerinu í verð án tafar. Bílstjórinn birtist með númerið, frú Pálína er alsæl og einnig þeir vinirnir og syngja: „Kátt er um jólin, koma þau senn, kætast þá allir bissnissmenn." Þessi gerð var sett upp í Iðnó 1959 og gekk þar fyrir fullu húsi í tvö ár og fór eins og eldur í sinu um allt land. Brynjólfur Jóhannesson lék forstjórann í Iðnó og Karl Sigurðsson ráðherrann. Rím við raunveruleikannDeleríum búbónis var jólaleikrit Þjóðleikhússins 1968, og fóru þá Rúrik Haraldsson og Ævar R. Kvaran með hlutverk forstjórans og ráðherrans. Leikritið hafði birzt á prenti 1961 í nýrri gerð, þar sem háðið beinist jafnt að Jafnvægisflokknum og Dreifbýlisflokknum. Einar í Einiberjarunni, sem kom ekki við sögu í frumgerðinni nema sem þögul persóna utan sviðs, birtist nú í allri sinni dýrð á sviðinu undir nýju nafni, „aðalfjármálaséní Dreifbýlisflokksins." „Hvernig stendur eiginlega á því," spyr forstjórinn fullur hneykslunar, „að svona þriðja klassa karamellusali lætur sér detta í hug að hann komist inn í jólabissnissinn sem 50 prósent maður - eiga þessi helmingaskipti að gilda alls staðar eða hvað?" Ráðherrann tekur undir: „Einar hefur aldrei viljað skilja hvað honum og hans líkum eru forboðnir ávextir." Misheyrnin er skrifuð út úr handritinu: Nú er það Einar, sem mútar frænda sínum í heilbrigðiseftirlitinu til að ljúga upp búfjársmitinu til að knýja mágana til helmingaskipta, og kúgar síðan R-9 út úr bílstjóranum til að gleðja frú Pálínu í sárabætur. Blöðin fundu verkinu og sýningunni 1968 margt til foráttu. Leikdómari Morgunblaðsins taldi það „ákaflega tímabundið," en bætti við eins og til öryggis: „það heyrir allt til horfinni tíð, þó við kunnum að eiga von á einhverju svipuðu í framtíðinni." Þriðja uppfærsla atvinnuleikhúss á verkinu var sviðsetning Loftkastalans 1996, þar sem Rúrik Haraldsson lék nú jafnvægismálaráðherrann á móti Magnúsi Ólafssyni í hlutverki forstjórans. Valgeir Skagfjörð, leikstjóri sýningarinnar, sagði þá við Morgunblaðið: „Allt sem kemur fyrir í textanum rímar mjög vel við það sem er að gerast í þjóðfélaginu." Það er eftir mínu höfði hárréttur skilningur á verkinu. Höfundar ádeiluverks eins og Deleríum búbónis hljóta að velta fyrir sér, hversu vel persónur verksins og atburðir skuli ríma við raunveruleikann eins og áhorfendur þykjast þekkja hann hver um sig. Almenna reglan er, að persónurnar eru samsettar og einnig atburðirnir. Spurningin, sem þeir bræður hljóta að hafa spurt sig, er þessi: með allt þetta efni í höndunum, efni, sem allir þekkja, misvel að vísu, margt af því skjalfest, og margir vilja þó ekki kannast við (brask með heilbrigðisvottorð og opinber embætti, mútur, tilætlunarsýki við kjötkatlana o.s.frv.), er nokkur ástæða til að ýkja? Myndu ýkjur ekki slæva ádeiluna?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun