Annar sigur Webbers í röð 16. maí 2010 15:32 Mark Webber var kátur með sigurinn í Mónakó. Mynd: Gety Images Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira