Jafngildar tilfinningar Sólveig Gísladóttir skrifar 4. nóvember 2010 06:00 Ég stóð frammi fyrir því fyrir nokkru að missa góðan vin minn til margra ára. Þessi vinur minn er traustur og trúr, skapgóður en stríðinn, ljúfur í lund en á það til að vera fjandi frekur þegar sá gállinn er á honum. Þessi vinur minn hefur líka fjóra fætur og loðinn búk enda stór og stæðilegur hestur. Oft hef ég heyrt menn ræða háðslega um fólk sem tengist gæludýrum sínum sterkum böndum. Finnst fáránlegt að dauði heimilishundsins eða -kattarins geti orsakað sorg á borð við þá þegar nákominn fjölskyldumeðlimur andast. Talar um það með niðrandi hætti þegar fólk pantar grafreit og er hneykslað á því að það geti ekki tekið gríni um dauða dýrsins. Það er sem mönnum finnist að fólk sem syrgi dýrin sín geri lítið úr sorg fólks yfir láti náinna ættingja. Það minnir mig á ummæli sem nýlega voru látin falla, að hjónaband samkynhneigðra rýrði gildi hjónabandsins. Sú fullyrðing er í besta lagi bjánaleg en jafn furðulegt er að halda því fram að sorg yfir dýri, rýri sorg þeirra sem misst hafa móður, föður eða bróður. Þó missir á ættingja sé á allan hátt mun alvarlegri og hafi víðtækari áhrif, skal ekki gera lítið úr tilfinningum þeirra sem missa sína bestu vini sem stundum eru á fjórum fótum. Börn geta tekið sérstaklega nærri sér þegar dýr fjölskyldunnar kveður. Oft hafa dýrin lifað lengur en börnin og þau þekkja því ekki aðra tilveru en þá þar sem hvutti eða kisa spilaði stórt hlutverk. Oft getur verið átakanlegt fyrir barnið að sjá á eftir þessum uppvaxtarfélaga. Dýragrafreitir eru starfræktir bæði á Alviðru undir Ingólfsfjalli og að Hurðarbaki í Kjós. Þar geta gæludýraeigendur grafið sín dýr og átt stað til að heimsækja þau á. Dæmi er um að fólk heimsæki grafreitinn reglulega, byggi fallega í kringum gröfina og leggi þar blóm. Enda er í sumum tilfellum dýrið eins og eitt af börnunum. Þá er einnig dæmi um að fólk taki frá grafir við hlið dýranna fyrir önnur dýr fjölskyldunnar svo þau geti legið öll saman. Ég var heppin. Vinur minn hélt í líftóruna og mun vonandi bera mig um grænar grundir enn um sinn. En við dýraeigendur vitum að einhvern tíma kemur tími til að kveðja, það er okkar raunveruleiki. En það getur verið sársaukafullt fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sólveig Gísladóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Ég stóð frammi fyrir því fyrir nokkru að missa góðan vin minn til margra ára. Þessi vinur minn er traustur og trúr, skapgóður en stríðinn, ljúfur í lund en á það til að vera fjandi frekur þegar sá gállinn er á honum. Þessi vinur minn hefur líka fjóra fætur og loðinn búk enda stór og stæðilegur hestur. Oft hef ég heyrt menn ræða háðslega um fólk sem tengist gæludýrum sínum sterkum böndum. Finnst fáránlegt að dauði heimilishundsins eða -kattarins geti orsakað sorg á borð við þá þegar nákominn fjölskyldumeðlimur andast. Talar um það með niðrandi hætti þegar fólk pantar grafreit og er hneykslað á því að það geti ekki tekið gríni um dauða dýrsins. Það er sem mönnum finnist að fólk sem syrgi dýrin sín geri lítið úr sorg fólks yfir láti náinna ættingja. Það minnir mig á ummæli sem nýlega voru látin falla, að hjónaband samkynhneigðra rýrði gildi hjónabandsins. Sú fullyrðing er í besta lagi bjánaleg en jafn furðulegt er að halda því fram að sorg yfir dýri, rýri sorg þeirra sem misst hafa móður, föður eða bróður. Þó missir á ættingja sé á allan hátt mun alvarlegri og hafi víðtækari áhrif, skal ekki gera lítið úr tilfinningum þeirra sem missa sína bestu vini sem stundum eru á fjórum fótum. Börn geta tekið sérstaklega nærri sér þegar dýr fjölskyldunnar kveður. Oft hafa dýrin lifað lengur en börnin og þau þekkja því ekki aðra tilveru en þá þar sem hvutti eða kisa spilaði stórt hlutverk. Oft getur verið átakanlegt fyrir barnið að sjá á eftir þessum uppvaxtarfélaga. Dýragrafreitir eru starfræktir bæði á Alviðru undir Ingólfsfjalli og að Hurðarbaki í Kjós. Þar geta gæludýraeigendur grafið sín dýr og átt stað til að heimsækja þau á. Dæmi er um að fólk heimsæki grafreitinn reglulega, byggi fallega í kringum gröfina og leggi þar blóm. Enda er í sumum tilfellum dýrið eins og eitt af börnunum. Þá er einnig dæmi um að fólk taki frá grafir við hlið dýranna fyrir önnur dýr fjölskyldunnar svo þau geti legið öll saman. Ég var heppin. Vinur minn hélt í líftóruna og mun vonandi bera mig um grænar grundir enn um sinn. En við dýraeigendur vitum að einhvern tíma kemur tími til að kveðja, það er okkar raunveruleiki. En það getur verið sársaukafullt fyrir því.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun