Tiger leggur línurnar í viðtali við ESPN Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 17:45 Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun. Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun.
Golf Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira