Tiger leggur línurnar í viðtali við ESPN Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 17:45 Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira