Tiger leggur línurnar í viðtali við ESPN Henry Birgir Gunnarsson skrifar 18. nóvember 2010 17:45 Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun. Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger Woods vinnur að því hörðum höndum þessa dagana að laga ímynd sína. Það er bráðum liðið ár frá því að hann lenti í enn óútskýrðri uppákomu með fyrrum eiginkonu sinni, Elin, sem endaði með því að rúða í bíl hans var brotin með golfkylfu og hann keyrði á tré. Næstu daga hrundi veröld Tigers þegar hver konan á fætur annarri steig fram og sagðist hafa átt í ástarsambandi við kylfinginn. Tiger ætlar að mæta í útvarpsviðtal hjá Mike & Mike á ESPN-útvarpsstöðinni á mánudag. Hann samþykkti að mæta í viðtalið ef hann fengi að stýra því hvaða spurningum væri spurt að. Tiger setti sem skilyrði fyrir því að mæta í þáttinn að ekkert yrði spurt um atburðina fyrir ári síðan. Einnig mátti ekkert spyrja um hvernig samband hans og Elin væri í dag. Einnig mega útvarpsmennirnir ekki taka fólk í loftið á meðan viðtalinu stendur. Útvarpsmennirnir samþykktu þessa beiðni og Tiger verður í loftinu í hálftíma á mánudagsmorgun.
Golf Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira