Gull og gersemar fyrir jólin Úr háborg tískunnar: Bergþór Bjarnason skrifar 19. desember 2010 06:00 Bergþór Bjarnason. Á dögunum þegar ég flaug frá Nice til Parísar fletti ég tímariti franska flugfélagsins, Air France. Við lesturinn hugsaði ég hvort það væri nálægð jólanna eða hvort meirihluti ferðalanga væri í leit að rándýrum úrum, svo mikið var af auglýsingum í ritinu. Reyndar, þegar betur er að gáð, má segja það sama um tískublöðin sem eru full af auglýsingum tískuhúsanna og annarra sem hanna skart og auglýsa stíft sínar dýrustu vörur, úr og skart úr eðalmálmum skreytt demöntum eða öðrum eðalsteinum. Það er sérkennileg mótsögn að á meðan Frakkar eru almennt heldur niðurdregnir og reyna að skera niður ýmsan aukakostnað þegar hátíðir nálgast, án þess þó að það komi niður á börnunum, skuli fínu tískuhúsin ganga betur en nokkru sinni og virðast hafa gleymt kreppunni sem skall hér á haustið 2008 eins og víða annars staðar. Úraverksmiðjur fínu merkjanna hafa vart undan að framleiða, svo mikil er eftirspurnin. Reyndar eru það sjaldnast Frakkar sem kaupa þessa dýru vöru þó þeir finnist auðvitað og milljónamæringar hafa aldrei verið fleiri hér eins og víða annars staðar. Kúnnarnir koma oft frá Kína, Brasilíu, Rússlandi og víðar; þeim löndum þar sem kreppan hefur haft lítil sem engin eða mjög tímabundin áhrif eða þar sem að milljarðamæringar eru fleiri en tölu verður á komið.saÞegar betur er að gáð er þó ekki alltaf um frumlega hönnun að ræða sem prýðir síður blaðanna. Oft er þetta endurútgáfa á þekktum munum enda einfalt að bæta við nokkrum demöntum á þekkt og vinsælt úr og margfalda svo verðið. Það hefur Chanel gert með því að endurgera fyrsta úr Coco Chanel sem er áttkanta eins og Vendôme-torgið í París og er nú alsett demöntum. Hjá Dior er það svarta úrið með demöntum en Mont Blanc selur úr með nærri 200 ára svissnesku úrverki. Úrið er því mikilvægari fylgihlutur en nokkru sinni áður, einkum hjá körlum sem bera minna af skarti. Um leið er úrið stöðutákn sem nýríkir Kínverjar og Rússar keppast um að eignast til að staðfesta nýfengna félagslega stöðu sína. Fyrir konur er það meira skart eins og hringir, hálsmen eða eyrnalokkar sem eru áberandi og kosta sitt, þó auðvitað séu úrin líka vinsæl. Merkilegt hversu vissir skartsalar eru um fjárhag jólasveinanna í ár. bergb75@free.fr Bergþór Bjarnason Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Á dögunum þegar ég flaug frá Nice til Parísar fletti ég tímariti franska flugfélagsins, Air France. Við lesturinn hugsaði ég hvort það væri nálægð jólanna eða hvort meirihluti ferðalanga væri í leit að rándýrum úrum, svo mikið var af auglýsingum í ritinu. Reyndar, þegar betur er að gáð, má segja það sama um tískublöðin sem eru full af auglýsingum tískuhúsanna og annarra sem hanna skart og auglýsa stíft sínar dýrustu vörur, úr og skart úr eðalmálmum skreytt demöntum eða öðrum eðalsteinum. Það er sérkennileg mótsögn að á meðan Frakkar eru almennt heldur niðurdregnir og reyna að skera niður ýmsan aukakostnað þegar hátíðir nálgast, án þess þó að það komi niður á börnunum, skuli fínu tískuhúsin ganga betur en nokkru sinni og virðast hafa gleymt kreppunni sem skall hér á haustið 2008 eins og víða annars staðar. Úraverksmiðjur fínu merkjanna hafa vart undan að framleiða, svo mikil er eftirspurnin. Reyndar eru það sjaldnast Frakkar sem kaupa þessa dýru vöru þó þeir finnist auðvitað og milljónamæringar hafa aldrei verið fleiri hér eins og víða annars staðar. Kúnnarnir koma oft frá Kína, Brasilíu, Rússlandi og víðar; þeim löndum þar sem kreppan hefur haft lítil sem engin eða mjög tímabundin áhrif eða þar sem að milljarðamæringar eru fleiri en tölu verður á komið.saÞegar betur er að gáð er þó ekki alltaf um frumlega hönnun að ræða sem prýðir síður blaðanna. Oft er þetta endurútgáfa á þekktum munum enda einfalt að bæta við nokkrum demöntum á þekkt og vinsælt úr og margfalda svo verðið. Það hefur Chanel gert með því að endurgera fyrsta úr Coco Chanel sem er áttkanta eins og Vendôme-torgið í París og er nú alsett demöntum. Hjá Dior er það svarta úrið með demöntum en Mont Blanc selur úr með nærri 200 ára svissnesku úrverki. Úrið er því mikilvægari fylgihlutur en nokkru sinni áður, einkum hjá körlum sem bera minna af skarti. Um leið er úrið stöðutákn sem nýríkir Kínverjar og Rússar keppast um að eignast til að staðfesta nýfengna félagslega stöðu sína. Fyrir konur er það meira skart eins og hringir, hálsmen eða eyrnalokkar sem eru áberandi og kosta sitt, þó auðvitað séu úrin líka vinsæl. Merkilegt hversu vissir skartsalar eru um fjárhag jólasveinanna í ár. bergb75@free.fr
Bergþór Bjarnason Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira