Sterkar íslenskar konur í Marie Claire Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2010 11:57 Blaðamaður Marie Claire var hér á landi nýverið til að fræðast um jafnréttislandið Ísland. Myndirnar úr greininni má sjá í myndasafninu fyrir neðan. „Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn Skroll-Lífið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira
„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn
Skroll-Lífið Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Sjá meira