Sterkar íslenskar konur í Marie Claire Erla Hlynsdóttir skrifar 12. nóvember 2010 11:57 Blaðamaður Marie Claire var hér á landi nýverið til að fræðast um jafnréttislandið Ísland. Myndirnar úr greininni má sjá í myndasafninu fyrir neðan. „Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn Skroll-Lífið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Er Ísland besta landið fyrir konur til að búa í?" spyr kvennatímaritið Marie Claire lesendur sína í nóvemberhefti áströlsku útgáfunnar þar sem sérstaklega er fjallað um íslenskar konur. Þar er rætt við Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra, Gerði Kristnýju rithöfund og Láru Ómarsdóttur fréttakonu, auk fleiri kjarnakvenna, og ljósi varpað á stöðu kvenna á Íslandi þar sem jafnrétti þykir vera til fyrirmyndar. „Lífið er ekki búið þó þú sért ein og ólétt," segir Gerður Kristný sem dæmi um frjálslynd viðhorf hér á landi. Þá er rætt við Svölu Georgsdóttur sem eignaðist son sinn þegar hún var aðeins nítján ára og hætti með barnsföðurnum skömmu síðar. „Það eru engir fordómar í garð ungra mæðra á Íslandi því þú getur enn menntað þig, látið drauma þína rætast og byggt upp starfsferil," segir Svala. Katrín Jakobsdóttir er sögð á margan hátt vera hin dæmigerða íslenska kona; greind, falleg, fjölskyldusinnuð, hlý og hugulsöm. Pólitískur ferill hennar er þó síður en svo dæmigerður enda gekk hún til liðs við Vinstri hreyfinguna grænt framboð árið 2002 og var orðinn ráðherra innan átta ára. Blaðamaður Marie Claire minnir einnig á að forsætisráðherra landsins, kona, sé sá fyrsti í heiminum til að vera opinberlega samkynhneigður. Heiða Helgadóttir.Bernhard Kristinn Byrjað á kynlífinu Kolbrún Karlsdóttir vefstjóri ber saman stefnumótamarkaðinn hér á landi og í London þar sem hún bjó um tíma. Þar fannst henni mjög þægilegt að kynnast karlmönnum og vingast við þá áður en kynlíf kemur til sögunnar. Hér á landi virðast karlmenn hins vegar halda að kona vilji giftast þeim ef hún býður þeim upp á drykk. Svala tekur undir með Kolbrúnu. „Karlmenn hafa ekki áhuga á vinskap. Það er næstum þannig að ef þeir halda að þeir séu ekki að fara að sofa hjá þér þá taki það því ekki að tala við þig," segir hún. Svala segir í samtali við Marie Claire að á Íslandi byrji sambönd oft á öfugum enda. „Þið byrjið á því að sofa saman, síðan kynnist þið og eftir það ákveðið þið hvort þið viljið eyða ævinni sama. Þú byrjar á grundvallaratriðunum og ferð síðan yfir í alvöruna," segir hún.Vigdís og BjörkHeiða Helgadóttir segir það hafa skipt sig miklu að alast upp með kvenkyns forseta, og talar þar vitanlega um frú Vigdísi Finnbogadóttur. Heiða nefnir aðra sterka íslenska konu til sögunnar, söngkonuna Björk, sem henni finnst vera mikilvæg fyrirmynd fyrir ungar sjálfstæðar stúlkur. Með blaðamanni í för hér á landi var íslenski ljósmyndarinn Bernhard Kristinn. Myndir hans af konunum sem birtust í Marie Claire má skoða í myndasafninu hér að neðan.Katrín Jakobsdóttir.Bernhard KristinnLay Low.Bernhard KristinnSteinunn Sigurðardóttir.Bernhard KristinnGerður Kristný.Bernhard KristinnLára Ómarsdóttir og fjölskylda.Bernhard KristinnEdda Jónsdóttir.Bernhard KristinnHeiða Helgadóttir. Mynd/Bernhard KristinnForsíðumynd greinarinnar var tekin í Bláa lóninu.Bernhard Kristinn
Skroll-Lífið Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira