Nýjar valdablokkir munu rísa 29. desember 2010 15:00 Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Áhrifamiklar valdablokkir hafa verið ráðandi hér með einum eða öðrum hætti um nokkurra áratuga skeið. Segja má að Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn, birtingarmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hafi ráðið lögum og lofum jafnt í stjórnmálum sem viðskiptalífi í einni eða annarri mynd allt frá því sjálfstæði frá Dönum árið 1944 var enn volgt og fram yfir einkavæðingu Landsbankans og Búnaðarbankans árið 2003. Taugin var reyndar enn römm eftir sölu bankanna enda kaupendurnir hliðhollir flokkunum; í tilviki Landsbankans fylgdi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins með í kaupunum auk þess sem fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins tók við Búnaðarbankanum úr höndum flokkssystkina sinna. Átta valdahóparJón G. Hauksson, ritstjóri tímaritsins Frjálsrar verslunar, fann átta valdahópa í greiningu sinni á valdablokkum landsins árið 2003. Hóparnir tengdust bæði gömlu klíkunum og þeim sem höfðu verið að líta dagsins ljós í smásöluverslun og fjármálageiranum eftir einkavæðingu bankanna auk lífeyrissjóða landsins sem féllu í eina valdablokk viðskiptalífsins. Niðurstöður rannsóknar Bryndísar Ísfoldar Hlöðversdóttur á valdablokkunum fjórum árum síðar bentu til töluverðra tengsla á milli eldri og nýrri hópa. Bryndísi taldist til að árið 2003 hefðu 23 einstaklingar, sem allt voru karlmenn, tilheyrt valdablokkinni. Fjórum árum síðar hefðu 16 þeirra setið í stjórnum stærstu fyrirtækja landsins. Valdablokkir fallaFlestir þeirra sem Fréttablaðið hefur rætt við eru sammála um að valdablokkirnar hafi að mestu hrunið til grunna með falli bankanna og uppgjörsins sem fylgdi í kjölfar stjórnarslita í upphafi árs 2009. Þeir sem hafi komið við sögu í gegnum árin hafi tapað gífurlegum fjármunum, vinni að því hörðum höndum að halda því litla sem eftir standi á meðan aðrir séu undir smásjá yfirvalda vegna gruns um misferli. Þá hefur hluti valdaklíkunnar fyrrverandi ekki talið sér vært hér á landi og farið utan. Þótt viðmælendur Fréttablaðsins séu ekki á einu máli um það hvar völdin liggi í dag eru þeir sammála um að rykið hafi enn ekki sest eftir hrunið, fulltrúar fyrrverandi valdablokka klóri í bakkann en muni líklega ekki hafa erindi sem erfiði. Vald þeirra heyri til tíma sem sé að líða undir lok og að nýir valdhafar muni taka við. Hverjir það verði sé ekki gott að segja.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira