Fágað og fallegt 17. október 2010 19:28 Systurnar í Einveru, Rebekka og Katrín Alda, fagna því að nýja fatalínan þeirra er komin í hús. Línan nefnist Hvörf eftir Kalda. Fréttablaðið/Stefán Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Fatamerkið Kalda hefur sent frá sér nýja fatalínu sem ber nafnið Hvörf. Katrín Alda Rafnsdóttir hönnuðurinn lýsir línunni sem fágaðri og kvenlegri. „Þegar ég var að hanna þessa línu datt ég í svona leðurólaþema. Það gerðist alveg óvart og má eiginlega segja að ég hafi misst mig aðeins. Þurfti að eiginlega að stoppa mig af," segir Katrín Alda. Rebekku, systur hennar, sem stendur líka að baki fatalíunnar, leist ekki á blikuna á tímabili og þurfti að minna Katrínu á að hún væri ekki að hanna búninga fyrir bláar myndir. „Þessi leðurólapæling var aldrei neitt djúp, en þó hugmynd sem leiddi út í heila fatalínu."Ásamt því að hanna saman, reka systurnar búðina Einveru þar sem Kalda-fatalínan fæst í bland við aðrar útvaldar vörur. Nýja línan kom í búðir í gær og var Katrín Alda spennt yfir viðtökunum.„Þessi lína er frábrugðin hinni að því leyti að ég er að nota fínni efni á borð við silki, viskós og þunna ull til að vega upp á móti þessum grófu leðurólum," segir Katrín Alda en hún er nýkomin frá London þar sem hún tók þátt í eins konar kynningarviðburði fyrir unga hönnuði.„Það gekk mjög vel úti og við erum að fara með merkið til Stokkhólms í lok mánaðarins og stefnum á að reyna að selja eitthvað af nýju línunni út."Línan Hvörf eftir Kalda er komin í verslunina Einveru og eru flíkurnar á verðbilinu 15.900 til 39.900 krónur. - áp
Mest lesið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið „Hann var of klár fyrir lífið“ Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira