Íslenska landsliðið í karate gerði góða ferð á Malmö Open á laugardaginn og vann til fjölda verðlauna en um firnasterkt mót var að ræða. Tvö gull unnust þegar Arnór Ingi Sigurðsson vann í Kumite Seniora -75kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir vann í Kata Junior. Að auki unnust fimm silfurverðlaun og fimm bronsverðlaun í ferðinni til Malmö.
Auk þeirra Arnórs og Aðalheiðar sem unnu gull í sínum flokkum, unnu eftirfarandi einstaklingar til silfurverðlauna. Telma Rut Frímannsdóttir í kumite Junior +53 kg, Kristján Helgi Carrasco í Kata Junior, Arnór Ingi Sigurðsson Kumite Senior Elite -75, Guðbjartur Ísak Ásgeirsson í Kumite Senior Eilite -68 kg og Eyþór Ragnarsson í Kata +40 ára.
Til bronsverðlauna unnu Ragnar Eyþórsson í kumite junior -76 kg, Kristján Ó Davíðsson í Kumite Senior Elite -68 kg, Jóhanna Brynjarsdóttir í Kumite +53 kg, Kristján Helgi Carrasco í Kumite Junior -68 kg og Aðalheiður Rósa Harðardóttir í Kata Senior Elite.
Að auki var Landsliðsfólkið í kata að keppa á sænska bikarmeistaramótinu í kata sem haldið var í Stokkhólm á laugardag. Bestum árangri náði landsliðskonan Hekla Helgadóttir sem fékk bronsverðlaun í kata fullorðna en í þessum firnasterka flokki kepptu m.a. landsliðsfólk frá Norðurlöndum. Í heildina náði kata hópurinn einum silfurverðlaunum og sjö bronsverðlaunum.
Silfurverðlaun hlaut hópkatalið í 14-15 ára flokki, þeir Pjetur Stefánsson, Kormákur Jarl Gunnarsson og Jónas Ingi Kristjánsson. Í sama flokki fengu yngri landsliðsmenn okkar bronsverðlaun, þeir Birkir Indriðason, Heiðar Benediktsson og Davíð Freyr Guðjónsson.
Í hópkata fullorðinna kvenna fengu Hekla Helgadóttir, Diljá Guðmundsdóttir og Kristín Magnúsdóttir bronsverðlaun. Í yngri einstaklingsflokkum náðu 3 keppendur bronsi, þeir Karl Friðrik Schiöth, Ingólfur Gylfason og Bogi Benediktsson.