Treystir á gott veður í ár Sara McMahon skrifar 14. júní 2010 06:30 Alla Borgþórsdóttir hefur séð um skipulagningu LungA alveg frá upphafi og hefur því verið nefnd mamma LungA. Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær. LungA Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira
Listahátíðin LungA hefur verið haldin árlega við góðar undirtektir á Seyðisfirði undanfarin ár. Hátíðin verður tíu ára í sumar og að sögn Öllu Borgþórsdóttur, framkvæmdastjóra LungA, verður haldið upp á afmælið með pompi og prakt. „Við munum halda hátíðlega upp á afmælið en ég veit ekki hvort hátíðin verði stærri og betri í ár því hún er alltaf jafn frábær,“ segir Alla. Sérstakir afmælistónleikar verða laugardaginn 17. júlí sem fara fram undir berum himni auk þess sem haldin verður skemmtileg fatahönnunarsýning á fimmtudeginum og PopUp Verzlunin mun mæta á staðinn og selja hönnun beint frá hönnuði til neytenda. „Í grunninn verður hátíðin nokkuð svipuð í sniðum og hún hefur verið. Það hefur reyndar verið draumur okkar lengi að halda útitónleika og við ætlum að taka sénsinn og láta verða af því í ár. Við höfum alltaf íþróttahúsið til að hlaupa upp á ef veðrið verður alveg glatað,“ útskýrir Alla, sem hefur komið að skipulagningu hátíðarinnar allt frá upphafi og er því gjarnan nefnd Mamma LungA. „Í ár verðum við einnig með norrænt ungmennaskiptiverkefni sem nefnist Norrænt stefnumót og er samstarf milli fjögurra Norðurlanda. Hingað kemur norskur hópur frá Norska blússambandinu, hópur nemenda frá Kaos Piloterne frá Danmörku og hópur frá finnskum sirkússkóla sem allir munu taka þátt í verkefninu.“ Alla segir hátíðina vera hálfgert samfélagsverkefni þar sem allir bæjarbúar taki virkan þátt í henni og segir foreldra og björgunarsveitir meðal annars sjá um gæslu á svæðinu. Hún segir um hundrað ungmenni taka þátt í listasmiðjunni árlega en svo fjölgi gestum í fjögurþúsund yfir helgina. „Við erum orðin nokkuð sjóuð í að taka á móti miklum fjölda fólks í kringum Norrænu og það hjálpar talsvert,“ segir hún að lokum og hlær.
LungA Mest lesið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Lífið Fleiri fréttir Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Sjá meira