Sport

Enn eitt Íslandsmetið hjá Hrafnhildi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. Mynd/Eyþór
Hrafnhildur Lúthersdóttir stórbætti í morgun Íslandsmetið í 200 m bringusundi kvenna á HM í 25 m laug sem fer fram í Dúbæ.

Hrafnhildur kom í mark á 2:24,15 mínútum og bætti tveggja ára gamalt met Erlu Daggar Haraldsdóttur um meira en tvær og hálfa sekúndu.

Hún varð í tólfta sæti en þar sem engin undanúrslit eru í lengri sundgreinunum á mótinu var hún ekki meðal þeirra átta efstu sem komust beint í úrslitasundið.

Hrafnhildur varð náði þó þriðja besta tíma meðal Evrópubúa, á eftir Dana sem varð í þriðja sæti og Hollendingi í ellefta sæti.

Hún hefur því lokið keppni á mótinu en niðurstaðan er glæsileg fyrir Hrafnhildi. Hún bætti alls fjögur Íslandsmet og var ávallt meðal sextán bestu í öllum þremur bringusundsgreinunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×