Sigríður hefur verið blaðamaður og aðstoðarritstjóri á blaðinu í nokkur ár en Tinni Sveinsson var ritstjóri blaðsins frá 2006.
„Við ætlum að aðlaga blaðið að stemmningunni í þjóðfélaginu með því að vera með fullt af ráðum, gerðu-það-sjálfur-hugmyndum og fjölga fallegum myndum. Fara í mörg innlit og gera allskonar hönnun góð skil," segir Sigríður sem lofar flottu og fersku blaði.
Á morgun kemur út maíblað Húsa og híbýla þar sem Akureyri eru meðal annars gerð góð skil. Einnig eru gefin ráð um hvernig bola má burt vetrinum og gera heimilið sumarlegra.
