Á heima á síðum Vogue 11. nóvember 2010 10:48 Katrín Ósk og Eva Katrín vöktu óskipta athygli. „Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
„Þetta var algjör draumur og yndisleg upplifun," segir Katrín Ósk Guðlaugsdóttir, meistaranemi í hárgreiðslu, en hún vann til silfurverðlauna í lokakeppni Wella Trend Vision-keppninnar sem fram fór í París nú um helgina. Katrín keppti við hárgreiðslufólk frá 46 þjóðlöndum. „Þetta þykir mikill heiður. Ég geri mér kannski ekki grein fyrir því enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Keppnin sjálf var svo miklu stærri en ég átti von á og allt mjög vel skipulagt." Katrín sótti innblástur í íslenska náttúru í útfærslu sinni. Liturinn og greiðslan á hári módelsins, Evu Katrínar Baldursdóttur, minnti á logandi hraun og kjóllinn á hvítar snjóbreiður. „Ég var með Eyjafjallajökul og Vatnajökul í huga. Kjóllinn er gamall brúðarkjóll sem ég keypti í vintage-verslun í Reykjavík. Ég sá einnig sjálf um förðun Evu sem var óvenjulegt en nánast allir keppendurnir voru með förðunarfræðing með sér," segir Katrín en þær stöllur vöktu óskipta athygli. „Við fengum nánast engan frið. Allir vildu taka myndir og urðu hissa að heyra að við værum frá Íslandi, bjuggust kannski ekki við að við værum mjög „trendy" hér," segir Katrín hlæjandi en hún fékk oft að heyra að útfærsla hennar ætti heima á forsíðum fagtímarita eins og Vogue. „Við vorum kallaðar „Wonderland" eða Undralandið, hárið þótti svo nýtískulegt." „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltaliðsins á Ólympíuleikunum,“ segir Ásgeir Sveinsson, umboðsaðili Wella á Íslandi. „Árangri Katrínar má líkja við silfurverðlaun íslenska handboltalandsliðsins á Ólympíuleikunum, þetta er það stór og mikilvæg keppni," útskýrir Ásgeir Sveinsson, framkvæmdastjóri Halldórs Jónssonar sem fer með umboð Wella á Íslandi. „Keppnin hefur meðal annars verið valin „Event of the year" af virtum tískublöðum eins og Vogue og það blað kennir sig ekki við allt. Katrín vann faglega og stóð sig svo frábærlega vel að það kom mörgum á óvart að hún skyldi ekki ná fyrsta sætinu." Dómarar í keppninni voru Eugene Souleiman, listrænn stjórnandi hjá Wella Professionals, Cyrill Brune, aðalstílisti hjá Wella Professionals, Olivier van Doorne, forseti dómnefndar og listrænn stjórnandi, og Rita Balestriero frá ritstjórn Vogue. Eins giltu atkvæði áhorfenda 20 prósent. Þrátt fyrir að hafa náð einum glæsilegasta árangri íslenskra þátttakenda í hárgreiðslukeppni af þessari stærðargráðu er Katrín með báða fætur á jörðinni. „Já já, ég fer ekkert á flug, held bara áfram að veita mínum viðskiptavinum persónulega og góða þjónustu. Ég er bara rosalega ánægð með að hafa náð þessum árangri." Á heimasíðu Wella má horfa á myndskeið frá keppninni. heida@frettabladid.is
Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira