Fernando Alonso vann ítalska kappaksturinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. september 2010 13:30 Fernando Alonso. Mynd/AP Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108 Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ferrari-menn fögnuðu góðum árangri í ítalska kappakstrinum í formúlu eitt á Monza-brautinn á Ítalíu í dag. Fernando Alonso vann fyrsta sigur Ferrari á brautinni í fjögur ár og Felipe Massa náði þriðja sætinu á eftir Jenson Button hjá McLaren. Þetta var 18. sigur Ferrrari í ítalska kappakstrinum og þriðji sigur liðsins á þessu tímabili. Michael Schumacher hafði verið síðasti Ferrari-maðurinn til þess að vinna á Monza þegar hann vann sinn fimmta titil á brautinni árið 2006. Mark Webber hjá Red Bull náði aðeins sjötta sætinu í kappakstrinum en það nægði honum þó til þess að koma honum aftur í efsta sætið í keppni ökumanna. Lewis Hamilton á McLaren féll nefnilega strax út í fyrsta hring þegar hann keyrði utan í Massa og eyðilagði hægra hjólið að framan. Hamilton er í öðru sætinu í stigakeppninni fimm stigum á eftir Webber. Þriðji sigur ársins hjá Fernando Alonso þýðir að hann er 21 stigi á eftir Webber þegar fimm mót eru eftir. Hann er nú búinn að vinna 24 mót á ferli sínum í formúlu eitt.Lokastaðan í Monza-kappakstrinum: 1. Alonso, Ferrari 2. Button, McLaren 3. Massa, Ferrari 4. Vettel, Red Bull 5. Rosberg, Mercedes 6. Webber, Red Bull 7. Hulkenberg, Williams 8. Kubica, Renault 9. Schumacher, Mercedes 10. Barrichello WilliamsStaðan í keppni ökumanna: 1. Webber, Red Bull 187 2. Hamilton, McLaren 182 3. Alonso, Ferrari 166 4. Button, McLaren 165 5. Vettel, Red Bull 163 6. Massa, Ferrari 124 7. Rosberg, Mercedes 112 8. Kubica, Renault 108
Formúla Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Álftanes mætir stórliði Benfica Körfubolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Handbolti Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira