Gamla Bykohúsið við Hringbraut öðlaðist nýtt hlutverk síðastliðin föstudag. Þar var haldin tískusýning útskriftarnemenda í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Sex útskriftarnemendur sýndu þarna hönnun sína og var þétt setið í húsinu.
Ísland í dag kíkti á sýninguna og á hamaganginn baksviðs eins og sést í myndbandinu hér að ofan.
Þarna voru fyrirsætur í óðaönn að klæða sig í flíkurnar, hárgreiðslumeistaranir með greiðurnar og spreyið á lofti og hönnuðirnir sjálfir að sauma síðustu sporin.