Birgir Leifur Hafþórsson komst í gegnum niðurskurðinn á opna austurríska meistaramótinu í golfi.
Hann lék á 69 höggum í morgun eins og áður hefur komið fram og er samtals á tveimur höggum undir pari.
Birgir Leifur er í 28.-39. sæti en alls komust 74 kylfingar í gegnum niðurskurðinn.
Englendingurinn John Parry er á besta skorinu eða á átta höggum undir pari. Hann lék á 67 höggum í dag eða fimm undir pari.
Birgir Leifur komst áfram í Austurríki
