Formúla 1

Titilslagur í Búdapest í dag

Lewis Hamilton á ferð í Búdapest.
Lewis Hamilton á ferð í Búdapest. Mynd: Getty Images
Formúlu 1 mót er í Búdapest í dag og Sebastian Vettel og Mark Webber eru fremstir á ráslínu, en forystumaður stigamótsins, Lewis Hamilton er fimmti á ráslínu. "Mér finnst titil forystan ekkert vera á leið að ganga okkur úr greipum, en ef við erum sekúndu á eftir í næstu mótum þá verður erfitt að vinna titilinn", sagði Lewis Hamilton, en Vettel var langt á undan keppinautum sínum í gær. Ferrari bílar Fernando Alonsog og Felipe Massa eru í þriðja og fjórða sæti á ráslínu. Jenson Button sem er í öðru sæti í stigamótinu náði aðeins ellefta besta tíma í tímatökum í gær og á því við ramman reip að draga á braut þar sem erfitt er að fara framúr. Bein útsending er frá kappakstrinum kl. 11.30 á Stöð 2 Sport í dag í opinni dagskrá og strax á eftir er þátturinn Endamarklið, en hann er í læstri dagskrá. Sól og blíða er í Búdapest.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×